Leikhópur FAS tilnefndur til menningarverðlauna

26.feb.2016

MenningarverðlaunÍ gær voru menningarverðlaun Hornafjarðar veitt í Nýheimum. FAS átti þar sinn fulltrúa en leikhópur FAS var tilnefndur yrir sýninguna „Love ME DO“. Sú leiksýningin var sett upp í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar og skrifuð af leikstjóranum Stefáni Sturlu Sigurjónssyni. Hann hefur sett upp tvær sýningar með leikhópi FAS. Það er mikill heiður að skólinn hafi verið tilnefndur til þessara verðlauna. Þess má geta að „Love ME DO“ var heimsfrumsýnt á Hornafirði og þótti í alla staði takast mjög vel. Ekki síst vegna þess að tónlist og söngur var lifandi á hverri sýningu.
Átta aðrir einstaklingar og samtök voru tilnefnd til menningarverðlaunanna í gær. Það voru þau Soffía Auður Birgisdóttir og Bjarni F. Einarsson sem hlutu menningarverðlaunin að þessu sinni. Við óskum þeim innilega til hamingju.

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...