Leikhópur FAS tilnefndur til menningarverðlauna

26.feb.2016

MenningarverðlaunÍ gær voru menningarverðlaun Hornafjarðar veitt í Nýheimum. FAS átti þar sinn fulltrúa en leikhópur FAS var tilnefndur yrir sýninguna „Love ME DO“. Sú leiksýningin var sett upp í samstarfi við Leikfélag Hornafjarðar og skrifuð af leikstjóranum Stefáni Sturlu Sigurjónssyni. Hann hefur sett upp tvær sýningar með leikhópi FAS. Það er mikill heiður að skólinn hafi verið tilnefndur til þessara verðlauna. Þess má geta að „Love ME DO“ var heimsfrumsýnt á Hornafirði og þótti í alla staði takast mjög vel. Ekki síst vegna þess að tónlist og söngur var lifandi á hverri sýningu.
Átta aðrir einstaklingar og samtök voru tilnefnd til menningarverðlaunanna í gær. Það voru þau Soffía Auður Birgisdóttir og Bjarni F. Einarsson sem hlutu menningarverðlaunin að þessu sinni. Við óskum þeim innilega til hamingju.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...