Rannsóknarvinna í FAS

09.feb.2016

NemendurRANNSíðastliðna helgi voru átta nemendur í áfanganum Rannsóknaraðferðir félagsvísinda að vinna verkefni með kennara sínum. Þau lögðu fyrir símakönnun og hringdu á föstudag frá kl 17.00 – 22.00 og á laugardag frá kl 11.00 – 19.00 í fólk á úrtakslista.
Verkefnið er samstarfsverkefni á milli FAS og Háskólasetursins þar sem heimamenn voru spurðir um viðhorf þeirra til ferðaþjónustu og ferðamanna. Í úrtakinu voru 250 manns sem tekið var úr Sindraskránni og var svörunin 70%.
Þessi rannsókn er framkvæmd á hverju ári í áfanganum og er stefnt á að nota niðurstöður til að bera saman viðhorf á milli ára.
Næstu skref hópsins er að setja gögn inn í töflureikni (exel) og vinna úr niðurstöðunum. Stefnt er að því að gera niðurstöður og hrágögn aðgengileg á netinu.
Það er frábært fyrir skólann að fá tækifæri til að starfa með stofnunum í samfélaginu.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...