Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the all-in-one-wp-security-and-firewall domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/fas.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Grunnur í fjallaskíðamennsku | FAS

Grunnur í fjallaskíðamennsku

05.mar.2024

Einungis tæpum tveimur vikum eftir snjóflóðanámskeiðið voru nemendur aftur mættir norður á Dalvík á fjögurra daga grunnnámskeið í fjallaskíðamennsku. 19 nemendur sóttu námskeiðið og voru kennarar þrír.

Nú var áherslan lögð á ferðamennsku á skíðum í fjalllendi og bjuggu nemendur yfir góðum snjóflóða- og skíðagrunni fyrir það síðan í byrjun febrúar. Nemendur fengu góða kynningu á svæðinu og á fjórum dögum var skíðað vítt og breitt um Tröllaskagann. Hópurinn stóð saman í blíðaskaparveðri á toppi Karlsárfjalls, skíðaði mjúka lausamjöll í innanverðum Svarfaðardal og upplifði almennilegan skafrenning í fjallahæð og harðfenni á Presthnjúki og Vatnsendahnjúki. Námskeiðinu lauk síðan á hóp-snjóflóðabjörgun í Upsadal ofan Dalvíkur. 

Að morgni hvers dags var farið yfir veðurspá og snjóalög ásamt áætlun dagsins og fengu nemendur að spreyta sig á því verkefni í hópum til skiptis. Það er mikilvægt að undirbúa sig vel fyrir fjallaskíðaferðir, hafa góða mynd af snjóalögum og veðurspá dagsins en einnig að þekkja landslagið vel, skoða vandlega kort og leiðir og hlaða þeim niður í tækið sitt. Í feltinu er síðan hægt að nýta þá vitneskju til ákvarðanatöku en einnig bætast við mikilvægar upplýsingar á ferðinni um snjó og leiðarval og það er nauðsynlegt að temja sér umhverfisvitund og læra vel inn á landslagslestur m.t.t. snjóflóða. 

Nemendur sýndu mikla framför á námskeiðinu, einnig þrautseigju og áhuga á námsefninu. Fjallaskíðin veita manni mikið frelsi á fjöllum og ef skíðakunnáttan samhliða snjóflóðaþekkingu, góðum undirbúningi og umhverfisvitund er til staðar þá gerist útivistin varla betri. 

Næst á dagskrá er fjallaskíðanámskeið fyrir framhaldsnema og við kennararnir hlökkum til að taka fjallaskíðaævintýrið á næsta stig!  

Kennarar námskeiðsins voru Erla Guðný Helgadóttir, Svanhvít Helga Jóhannsdóttir og Smári Stefánsson. Erla skrifar greinina. 

Aðrar fréttir

Nám í landvörslu við FAS

Nám í landvörslu við FAS

Í síðustu viku sögðum við frá því að það hefði náðst samkomulag um að halda áfram námi í fjallamennsku út skólaárið og fögnum við þeim áfanga. Á næstu vorönn verður í boði í fjallanáminu valáfangi sem heitir „Landvarsla“. FAS fékk fyrir stuttu staðfest leyfi...

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Síðustu vikur og mánuði hefur mikið verið í gangi varðandi fjallamennskunámið í FAS. Í upphafi skólaárs var staðan sú að námið var tryggt fram að áramótum en framhaldið óljóst. Mikil vinna hefur átt sér stað undanfarið sem margir hafa komið að, ekki síst fulltrúar...

Lesið í landið

Lesið í landið

Það hefur lengi verið lögð áhersla á ýmis konar náttúruskoðun í FAS. Í marga áratugi var sérstaklega fylgst með skriðjöklum og reynt að mæla hvort þeir væru að ganga fram eða hopa. Flestar ferðirnar með nemendur voru að Heinabergsjökli. Þá var mæld fjarlægð frá...