Fyrr í þessari viku fengu nemendur og kennarar FAS fræðslu um mannréttindi. Það var ELSA á Íslandi sem eru samtök evrópska laganema og lögfræðinga sem stóðu fyrir fræðslunni en þau hafa verið að heimsækja framhaldsskóla og halda gagnvirk erindi um mannréttindi. Það var komið víða við og m.a. fjallað um lýðræði, lög og alls kyns réttindi sem einstaklingar hafa.
Sú sem sá um kynninguna var Arndís Ósk Magnúsdóttir sem er fyrrum nemandi hér í FAS en hún mun í vor ljúka master í lögfræði með áherslu á mannréttindi. Það var einkar ánægjulegt að sjá hana hér eystra og við þökkum henni kærlega fyrir komuna og innleggið.