Fræðsla um mannréttindi

07.mar.2024

Fyrr í þessari viku fengu nemendur og kennarar FAS fræðslu um mannréttindi. Það var ELSA á Íslandi sem eru samtök evrópska laganema og lögfræðinga sem stóðu fyrir fræðslunni en þau hafa verið að heimsækja framhaldsskóla og halda gagnvirk erindi um mannréttindi. Það var komið víða við og m.a. fjallað um lýðræði, lög og alls kyns réttindi sem einstaklingar hafa.

Sú sem sá um kynninguna var Arndís Ósk Magnúsdóttir sem er fyrrum nemandi hér í FAS en hún mun í vor ljúka master í lögfræði með áherslu á mannréttindi. Það var einkar ánægjulegt að sjá hana hér eystra og við þökkum henni kærlega fyrir komuna og innleggið.

 

Aðrar fréttir

Á leið til Finnlands

Á leið til Finnlands

Um hádegisbil í dag lagði af stað hópur nemenda ásamt tveimur kennurum áleiðis til Vaala í Finnlandi. Þessi heimsókn er hluti af Nordplus Junior verkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra. Auk Finnlands og Íslands taka nemendur frá Noregi þátt í...

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...

Rötun og útivist

Rötun og útivist

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og...