10. bekkur kynnir sér FAS

04.mar.2024

Það styttist óðum í að nemendur í 10. bekk ljúki grunnskólagöngunni og þá þarf að fara að huga að næstu skrefum. Af því tilefni er 10. bekk boðið að koma og kynna sér líf og starf í FAS og í dag kom helmingur væntanlegra útskriftarnemenda í heimsókn.

Það voru nemendur í áfanganum „Inngangur að framhaldsskóla“ sem sáu um að skipuleggja heimsóknina og taka á móti gestunum. Fyrst var boðið upp á graut á Nýtorgi en nemendur FAS eiga þess kost að fá hafragraut í löngu pásunni fyrir hádegi. Gestunum var einnig sagt frá skólanum og starfseminni þar. Að því loknu var gengið með nemendur í smærri hópum inn í kennslustundir sem voru í gangi og aðstaða í öllum skólanum skoðuð.

Heimsóknin gekk ljómandi vel og vonandi hafa margir nemendur betri hugmynd um skólastarf FAS eftir heimsóknina. Þann 18. mars kemur svo hinn helmingur væntanlegra útskriftarnemenda grunnskólans í heimsókn og þá verður leikurinn endurtekinn.

Aðrar fréttir

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...