Farfuglarnir farnir að mæta

28.feb.2024

Í dag var komið að annarri fuglatalningu vetrarins í Óslandi. Vetur konungur er greinilega enn við völd því það var nokkur vindur, hiti um frostmark og jafnvel mátti sjá nokkur snjókorn falla. Það er þó greinilegt að það styttist í að vorið sé á næsta leiti því það mátti sjá nokkrar tegundir farfugla sem þegar eru mættir. Á meðan við dvöldum í Óslandinu í dag mátti sjá tvær álftir setjast á vatnið en mjög líklega má telja að þær séu nýkomnar úr farfluginu yfir hafið frá Bretlandi. Í fjörunni spókuðu sig nokkrir tjaldar og höfðu hátt og þegar betur var að gáð var nokkuð greinilegt að einhverjir þeirra voru að gera sig líklega til að finna sér förunaut fyrir sumarið.

Það sáust 15 tegundir í dag og það voru rúmlega 2000 fuglar taldir, mest var af æðarfugli en einnig margar tegundir máva.

 

Aðrar fréttir

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...