Farfuglarnir farnir að mæta

28.feb.2024

Í dag var komið að annarri fuglatalningu vetrarins í Óslandi. Vetur konungur er greinilega enn við völd því það var nokkur vindur, hiti um frostmark og jafnvel mátti sjá nokkur snjókorn falla. Það er þó greinilegt að það styttist í að vorið sé á næsta leiti því það mátti sjá nokkrar tegundir farfugla sem þegar eru mættir. Á meðan við dvöldum í Óslandinu í dag mátti sjá tvær álftir setjast á vatnið en mjög líklega má telja að þær séu nýkomnar úr farfluginu yfir hafið frá Bretlandi. Í fjörunni spókuðu sig nokkrir tjaldar og höfðu hátt og þegar betur var að gáð var nokkuð greinilegt að einhverjir þeirra voru að gera sig líklega til að finna sér förunaut fyrir sumarið.

Það sáust 15 tegundir í dag og það voru rúmlega 2000 fuglar taldir, mest var af æðarfugli en einnig margar tegundir máva.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...