Þeir sem hafa komið í Nýheima í dag hafa eflaust tekið eftir að margir eru öðruvísi klæddir en dags daglega. Það á við bæði um íbúa hússins og gesti. Tilefnið er að sjálfsögðu öskudagur.
Af þessu tilefni brugðu nemendur á leik í vinnustund og héldu svokallað „hraðstefnumót“. Nemendur hittust á Nýtorgi og stilltu sér upp í tvo hringi. Þeir áttu síðan að ganga í takt við ákveðið lag í hring og þegar lagið stoppaði átti hvert par að ræða ákveðið málefni í tvær mínútur. Þetta var hin mesta skemmtun og ekki að sjá annað en að allir skemmtu sér vel.