Hraðstefnumót á öskudegi

14.feb.2024

Þeir sem hafa komið í Nýheima í dag hafa eflaust tekið eftir að margir eru öðruvísi klæddir en dags daglega. Það á við bæði um íbúa hússins og gesti. Tilefnið er að sjálfsögðu öskudagur.

Af þessu tilefni brugðu nemendur á leik í vinnustund og héldu svokallað „hraðstefnumót“. Nemendur hittust á Nýtorgi og stilltu sér upp í tvo hringi. Þeir áttu síðan að ganga í takt við ákveðið lag í hring og þegar lagið stoppaði átti hvert par að ræða ákveðið málefni í tvær mínútur. Þetta var hin mesta skemmtun og ekki að sjá annað en að allir skemmtu sér vel.

Aðrar fréttir

Námsefni í Forestwell prufukeyrt

Námsefni í Forestwell prufukeyrt

Nemendur og kennarar í FAS prufukeyrðu námsefni Forestwell verkefnisins í vikunni. Þátttakendur voru tólf og fengu þeir stutta kynningu á verkefninu, tilgangi þess og afurðum. Þátttakendur kynntu sér heimasíðuna og námsumhverfið þar, m.a. AR umhverfið (Augmented...

Fréttir frá Vaala

Fréttir frá Vaala

Það hefur verið mikið um að vera hjá hópnum sem lagði af stað til Finnlands síðasta föstudag. Við komum á áfangastað á laugardagskvöldi og nemendur fóru þá til gestafjölskyldna sinna. Norðmennirnir í verkefninu komu svo til Vaala á sunnudagskvöldið. Þegar allir eru...

Á leið til Finnlands

Á leið til Finnlands

Um hádegisbil í dag lagði af stað hópur nemenda ásamt tveimur kennurum áleiðis til Vaala í Finnlandi. Þessi heimsókn er hluti af Nordplus Junior verkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra. Auk Finnlands og Íslands taka nemendur frá Noregi þátt í...