Skólafundur í FAS

08.feb.2024

Á hverri önn hittast nemendur og starfsfólk skólans á sameiginlegum fundi og er þar farið yfir mikilvæg málefni skólans hverju sinni. Fyrir skólafundinn sem var haldinn í dag hafði fólki verið skipt upp í fjórar málstofur og búið var að ákveða fyrir fram umræðuefni. Í hverri málstofu er stjórnandi og svo ritari sem skráir niður helstu punkta. Að þessu sinni voru fjórar málstofur og umræðuefnin voru; skólakerfið, lesstofa, umgengni í skólanum og svo síðast en ekki síst fór námsráðgjafi á hvern stað og var með innlegg.

Það voru líflegar umræður í hópunum enda leggjum við áherlsu á að raddir allra heyrist og öllum gefist tækifæri til að koma sínu sjónarmiði á framfæri. Farið verður yfir niðurstöðurnar af fundinum fljótlega og þær síðan kynntar og jafnvel notaðar til að breyta og bæta skólastarfið.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...