Skólafundur í FAS

08.feb.2024

Á hverri önn hittast nemendur og starfsfólk skólans á sameiginlegum fundi og er þar farið yfir mikilvæg málefni skólans hverju sinni. Fyrir skólafundinn sem var haldinn í dag hafði fólki verið skipt upp í fjórar málstofur og búið var að ákveða fyrir fram umræðuefni. Í hverri málstofu er stjórnandi og svo ritari sem skráir niður helstu punkta. Að þessu sinni voru fjórar málstofur og umræðuefnin voru; skólakerfið, lesstofa, umgengni í skólanum og svo síðast en ekki síst fór námsráðgjafi á hvern stað og var með innlegg.

Það voru líflegar umræður í hópunum enda leggjum við áherlsu á að raddir allra heyrist og öllum gefist tækifæri til að koma sínu sjónarmiði á framfæri. Farið verður yfir niðurstöðurnar af fundinum fljótlega og þær síðan kynntar og jafnvel notaðar til að breyta og bæta skólastarfið.

Aðrar fréttir

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Tíu nemendur í framhaldsnámi Fjallamennskunáms FAS lögðu leið sína norður í land til Dalvíkur dagana 2.- 6. febrúar. Eins og á flestum námskeiðum FAS, stýrði veður för en engu að síður fékk hópurinn frábærar lærdómsaðstæður og komst á fjöll alla dagana. Að auki gafst...

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Nemendur í grunnnámi Fjallamennskunáms FAS lögðu leið sína norður í land til Dalvíkur dagana 2. - 6. febrúar. Þar var á dagskrá að skíða saman og læra allt sem hægt er að læra um snjóflóð á fimm dögum. Fyrirlestrar og innikennsla fóru fram í Menntaskólanum á...

Miðannarsamtöl framundan

Miðannarsamtöl framundan

Öll erum við farin að taka eftir því að sól er farin að hækka á lofti sem segir okkur að það sé farið að styttast í vorið. Og áfram flýgur tíminn í skólanum. Þessa vikuna eru flestir kennarar með ýmis konar stöðumat og munu í framhaldinu setja miðannarmat í Innu. Því...