Á hverri önn hittast nemendur og starfsfólk skólans á sameiginlegum fundi og er þar farið yfir mikilvæg málefni skólans hverju sinni. Fyrir skólafundinn sem var haldinn í dag hafði fólki verið skipt upp í fjórar málstofur og búið var að ákveða fyrir fram umræðuefni. Í hverri málstofu er stjórnandi og svo ritari sem skráir niður helstu punkta. Að þessu sinni voru fjórar málstofur og umræðuefnin voru; skólakerfið, lesstofa, umgengni í skólanum og svo síðast en ekki síst fór námsráðgjafi á hvern stað og var með innlegg.
Það voru líflegar umræður í hópunum enda leggjum við áherlsu á að raddir allra heyrist og öllum gefist tækifæri til að koma sínu sjónarmiði á framfæri. Farið verður yfir niðurstöðurnar af fundinum fljótlega og þær síðan kynntar og jafnvel notaðar til að breyta og bæta skólastarfið.