Öll erum við farin að taka eftir því að sól er farin að hækka á lofti sem segir okkur að það sé farið að styttast í vorið. Og áfram flýgur tíminn í skólanum. Þessa vikuna eru flestir kennarar með ýmis konar stöðumat og munu í framhaldinu setja miðannarmat í Innu. Því ættu allir nemendur að vera búnir að fá miðannarmat í sínum áföngum í lok vikunnar.
Í næstu viku verða svo miðannarsamtöl en þá hittast nemandi og kennari í spjalli þar sem farið yfir stöðuna. Það er mikilvægt fyrir nemendur að undirbúa sig fyrir þau viðtöl svo þau verði að sem mestu gagni.