Tíundi bekkur heimsækir FAS

01.feb.2024

Í dag fengum við góða gesti í heimsókn en það voru nemendur í 10. bekk grunnskólans. Þeir voru hingað komnir til að kynna sér skólann enda orðið stutt eftir af grunnskólagöngunni og kominn tími til að athuga næstu skref í leik og starfi. Krökkunum var boðið í súpu og nýbakað brauð og var nemendum FAS og kennarahópnum einnig boðið í mat. Á meðan á snæðingi stóð kynntu forsvarsmenn nemendafélagsins félagslífið í skólanum.

Eftir matinn kynnti Svala námsráðgjafi hvernig námið í FAS er byggt upp og hvað er hægt að læra hér hjá okkur. Hún fór einnig yfir það hvenær og hvernig er hægt að skrá sig í nám í framhaldsskóla.

Við þökkum krökkunum kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá sem flesta hér næsta haust.

 

Aðrar fréttir

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Haus hugarþjálfun og FAS í samstarf

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu og Haus hugarþjálfun hafa gert með sér samkomulag um að nemendur á afreksíþróttasviði FAS hafi aðgang að Haus hugarþjálfunarstöð.  Þar læra nemendur að setja sér góð markmið, auka sjálfstraust og bæta einbeitingu en þetta eru...

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...