Í dag fengum við góða gesti í heimsókn en það voru nemendur í 10. bekk grunnskólans. Þeir voru hingað komnir til að kynna sér skólann enda orðið stutt eftir af grunnskólagöngunni og kominn tími til að athuga næstu skref í leik og starfi. Krökkunum var boðið í súpu og nýbakað brauð og var nemendum FAS og kennarahópnum einnig boðið í mat. Á meðan á snæðingi stóð kynntu forsvarsmenn nemendafélagsins félagslífið í skólanum.
Eftir matinn kynnti Svala námsráðgjafi hvernig námið í FAS er byggt upp og hvað er hægt að læra hér hjá okkur. Hún fór einnig yfir það hvenær og hvernig er hægt að skrá sig í nám í framhaldsskóla.
Við þökkum krökkunum kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá sem flesta hér næsta haust.