Tökum ábyrgð og verum græn

31.jan.2024

Í dag fengum við góðan gest til okkar til þess að ræða um umhverfismál og mikilvægi þeirra. Þetta var Guðrún Schmidt sem er sérfræðingur í menntateymi Landverndar. Hún er hingað komin til að fjalla bæði um Grænfánann og Græn skref en sífellt fleiri stofnanir tengjast þeim verkefnum.

Guðrún byrjaði á því að ræða við kennarahópinn en eftir hádegi hitti hún nemendur. Í umfjöllun sinni kom hún víða við. Hún hefur tekið eftir að FAS er að gera margt gott í því að auka umhverfisvitund nemenda og starfsfólks. Hún nefndi sérstaklega vöktunarverkefni skólans og þátttöku í verkefni sem heitir Umhverfisfréttafólk en þar hefur FAS verið með frá upphafi. Auk þess að fræða hópana talaði hún um helstu áskoranir sem alir standa frammi fyrir í tengslum við loftslagsbreytingar. Og þar skiptir svo sannarlega máli að allir verði meðvitaðir um að margt smátt geri eitt stórt. Og víst er að þar geta allir tekið sig á.

Við þökkum Guðrúnu kærlega fyrir komuna og að ræða við okkur um mikilvæg mál.

Aðrar fréttir

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Tíu nemendur í framhaldsnámi Fjallamennskunáms FAS lögðu leið sína norður í land til Dalvíkur dagana 2.- 6. febrúar. Eins og á flestum námskeiðum FAS, stýrði veður för en engu að síður fékk hópurinn frábærar lærdómsaðstæður og komst á fjöll alla dagana. Að auki gafst...

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Nemendur í grunnnámi Fjallamennskunáms FAS lögðu leið sína norður í land til Dalvíkur dagana 2. - 6. febrúar. Þar var á dagskrá að skíða saman og læra allt sem hægt er að læra um snjóflóð á fimm dögum. Fyrirlestrar og innikennsla fóru fram í Menntaskólanum á...

Miðannarsamtöl framundan

Miðannarsamtöl framundan

Öll erum við farin að taka eftir því að sól er farin að hækka á lofti sem segir okkur að það sé farið að styttast í vorið. Og áfram flýgur tíminn í skólanum. Þessa vikuna eru flestir kennarar með ýmis konar stöðumat og munu í framhaldinu setja miðannarmat í Innu. Því...