Tökum ábyrgð og verum græn

31.jan.2024

Í dag fengum við góðan gest til okkar til þess að ræða um umhverfismál og mikilvægi þeirra. Þetta var Guðrún Schmidt sem er sérfræðingur í menntateymi Landverndar. Hún er hingað komin til að fjalla bæði um Grænfánann og Græn skref en sífellt fleiri stofnanir tengjast þeim verkefnum.

Guðrún byrjaði á því að ræða við kennarahópinn en eftir hádegi hitti hún nemendur. Í umfjöllun sinni kom hún víða við. Hún hefur tekið eftir að FAS er að gera margt gott í því að auka umhverfisvitund nemenda og starfsfólks. Hún nefndi sérstaklega vöktunarverkefni skólans og þátttöku í verkefni sem heitir Umhverfisfréttafólk en þar hefur FAS verið með frá upphafi. Auk þess að fræða hópana talaði hún um helstu áskoranir sem alir standa frammi fyrir í tengslum við loftslagsbreytingar. Og þar skiptir svo sannarlega máli að allir verði meðvitaðir um að margt smátt geri eitt stórt. Og víst er að þar geta allir tekið sig á.

Við þökkum Guðrúnu kærlega fyrir komuna og að ræða við okkur um mikilvæg mál.

Aðrar fréttir

Námsefni í Forestwell prufukeyrt

Námsefni í Forestwell prufukeyrt

Nemendur og kennarar í FAS prufukeyrðu námsefni Forestwell verkefnisins í vikunni. Þátttakendur voru tólf og fengu þeir stutta kynningu á verkefninu, tilgangi þess og afurðum. Þátttakendur kynntu sér heimasíðuna og námsumhverfið þar, m.a. AR umhverfið (Augmented...

Fréttir frá Vaala

Fréttir frá Vaala

Það hefur verið mikið um að vera hjá hópnum sem lagði af stað til Finnlands síðasta föstudag. Við komum á áfangastað á laugardagskvöldi og nemendur fóru þá til gestafjölskyldna sinna. Norðmennirnir í verkefninu komu svo til Vaala á sunnudagskvöldið. Þegar allir eru...

Á leið til Finnlands

Á leið til Finnlands

Um hádegisbil í dag lagði af stað hópur nemenda ásamt tveimur kennurum áleiðis til Vaala í Finnlandi. Þessi heimsókn er hluti af Nordplus Junior verkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra. Auk Finnlands og Íslands taka nemendur frá Noregi þátt í...