Tökum ábyrgð og verum græn

31.jan.2024

Í dag fengum við góðan gest til okkar til þess að ræða um umhverfismál og mikilvægi þeirra. Þetta var Guðrún Schmidt sem er sérfræðingur í menntateymi Landverndar. Hún er hingað komin til að fjalla bæði um Grænfánann og Græn skref en sífellt fleiri stofnanir tengjast þeim verkefnum.

Guðrún byrjaði á því að ræða við kennarahópinn en eftir hádegi hitti hún nemendur. Í umfjöllun sinni kom hún víða við. Hún hefur tekið eftir að FAS er að gera margt gott í því að auka umhverfisvitund nemenda og starfsfólks. Hún nefndi sérstaklega vöktunarverkefni skólans og þátttöku í verkefni sem heitir Umhverfisfréttafólk en þar hefur FAS verið með frá upphafi. Auk þess að fræða hópana talaði hún um helstu áskoranir sem alir standa frammi fyrir í tengslum við loftslagsbreytingar. Og þar skiptir svo sannarlega máli að allir verði meðvitaðir um að margt smátt geri eitt stórt. Og víst er að þar geta allir tekið sig á.

Við þökkum Guðrúnu kærlega fyrir komuna og að ræða við okkur um mikilvæg mál.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...