Ísklifur í framhaldsnámi í fjallamennsku FAS

06.feb.2024

Í lok janúar fór fram ísklifuráfangi í framhaldsnámi fjallamennsku FAS. Að þessu sinni var ákveðið að áfanginn færi fram í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en þar er að finna nokkur af bestu ísklifursvæðum landsins og oft á tíðum helst hitastig þar undir frostmarki. Eins og við er að búast í lok janúar á Íslandi setti veðrið strik í reikninginn en þrátt fyrir það náðist að spila eins vel úr kortunum og hægt var og eiga virkilega góða klifurdaga.  

Klifrað var á Hvalfjarðareyri, í Miðdalsgljúfri og í Úlfarsfelli en áhersluatriðin voru ísklifurtækni, æfingar í leiðslu, fjölbreytt línuvinna og æfingar í fjölspannaklifri.  

Það sem stendur upp úr er að sjálfsögðu að sjá hve langt nemendurnir okkar eru komnir eftir að verða 2-3 ára nám hjá okkur í fjallamennskunámi FAS. Þau eru samheldinn og þéttur hópur sem getur leyst fjölbreytt verkefni á fjöllum.

Kennarar í áfanganum voru Árni Stefán, Mike og Íris. Við þökkum nemendum okkar kærlega fyrir ánægjulegar klifurstundir og vonumst til þess að þau komist út að klifra meiri ís í vetur.

Aðrar fréttir

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...

Jólafrí og upphaf vorannar

Jólafrí og upphaf vorannar

Í dag lýkur starfi haustannar formlega og allar einkunnir eiga að vera komnar í INNU. Þá er líka komið jólafrí í skólanum sem er örugglega kærkomið hjá flestum. Skólastarf vorannar hefst mánudaginn 6. janúar klukkan 8:30 en þá eiga nemendur að mæta hjá...