Ísklifur í framhaldsnámi í fjallamennsku FAS

06.feb.2024

Í lok janúar fór fram ísklifuráfangi í framhaldsnámi fjallamennsku FAS. Að þessu sinni var ákveðið að áfanginn færi fram í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en þar er að finna nokkur af bestu ísklifursvæðum landsins og oft á tíðum helst hitastig þar undir frostmarki. Eins og við er að búast í lok janúar á Íslandi setti veðrið strik í reikninginn en þrátt fyrir það náðist að spila eins vel úr kortunum og hægt var og eiga virkilega góða klifurdaga.  

Klifrað var á Hvalfjarðareyri, í Miðdalsgljúfri og í Úlfarsfelli en áhersluatriðin voru ísklifurtækni, æfingar í leiðslu, fjölbreytt línuvinna og æfingar í fjölspannaklifri.  

Það sem stendur upp úr er að sjálfsögðu að sjá hve langt nemendurnir okkar eru komnir eftir að verða 2-3 ára nám hjá okkur í fjallamennskunámi FAS. Þau eru samheldinn og þéttur hópur sem getur leyst fjölbreytt verkefni á fjöllum.

Kennarar í áfanganum voru Árni Stefán, Mike og Íris. Við þökkum nemendum okkar kærlega fyrir ánægjulegar klifurstundir og vonumst til þess að þau komist út að klifra meiri ís í vetur.

Aðrar fréttir

Námsefni í Forestwell prufukeyrt

Námsefni í Forestwell prufukeyrt

Nemendur og kennarar í FAS prufukeyrðu námsefni Forestwell verkefnisins í vikunni. Þátttakendur voru tólf og fengu þeir stutta kynningu á verkefninu, tilgangi þess og afurðum. Þátttakendur kynntu sér heimasíðuna og námsumhverfið þar, m.a. AR umhverfið (Augmented...

Fréttir frá Vaala

Fréttir frá Vaala

Það hefur verið mikið um að vera hjá hópnum sem lagði af stað til Finnlands síðasta föstudag. Við komum á áfangastað á laugardagskvöldi og nemendur fóru þá til gestafjölskyldna sinna. Norðmennirnir í verkefninu komu svo til Vaala á sunnudagskvöldið. Þegar allir eru...

Á leið til Finnlands

Á leið til Finnlands

Um hádegisbil í dag lagði af stað hópur nemenda ásamt tveimur kennurum áleiðis til Vaala í Finnlandi. Þessi heimsókn er hluti af Nordplus Junior verkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra. Auk Finnlands og Íslands taka nemendur frá Noregi þátt í...