Ísklifur í framhaldsnámi í fjallamennsku FAS

06.feb.2024

Í lok janúar fór fram ísklifuráfangi í framhaldsnámi fjallamennsku FAS. Að þessu sinni var ákveðið að áfanginn færi fram í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en þar er að finna nokkur af bestu ísklifursvæðum landsins og oft á tíðum helst hitastig þar undir frostmarki. Eins og við er að búast í lok janúar á Íslandi setti veðrið strik í reikninginn en þrátt fyrir það náðist að spila eins vel úr kortunum og hægt var og eiga virkilega góða klifurdaga.  

Klifrað var á Hvalfjarðareyri, í Miðdalsgljúfri og í Úlfarsfelli en áhersluatriðin voru ísklifurtækni, æfingar í leiðslu, fjölbreytt línuvinna og æfingar í fjölspannaklifri.  

Það sem stendur upp úr er að sjálfsögðu að sjá hve langt nemendurnir okkar eru komnir eftir að verða 2-3 ára nám hjá okkur í fjallamennskunámi FAS. Þau eru samheldinn og þéttur hópur sem getur leyst fjölbreytt verkefni á fjöllum.

Kennarar í áfanganum voru Árni Stefán, Mike og Íris. Við þökkum nemendum okkar kærlega fyrir ánægjulegar klifurstundir og vonumst til þess að þau komist út að klifra meiri ís í vetur.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...