HAPPEY verkefnið – Heuristic Approach to Educating Youth on Hidden Hunger

14.des.2023

HAPPEY verkefnið er Erasmus+ verkefni sem FAS tekur þátt í, í samstarfi við Dalpro í Noregi og Alliance for Global Development í Lúxemborg en það eru fyrirtæki sem taka þátt í Erasmus+ verkefnum. Í verkefninu er unnið með hollan lífsstíl og sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Afurð verkefnisins er leiðarvísir sem hefur verið gefinn út og þýddur yfir á 5 tungumál sem eru; enska, franska, íslenska, norska og þýska.

Markhópur verkefnisins eru ungmenni og felur leiðarvísirinn „Hollur lífstíll og sjálfbærni í matvælaframleiðslu“ í sér málefni eins og hvaðan maturinn okkar kemur, dulið hungur, sjálfbærni í matvælaframleiðslu, svæðisbundnar vörur, vísbendingar um heilbrigðan lífsstíl, hvað þú getur ræktað í bakgarðinum þínum og hvers vegna ungt fólk þarf að opna möguleika sína á starfsframa í matvælageiranum. Verkefnið hefur meðal annars staðið fyrir matreiðslunámskeiði á netinu, hópmatreiðslunámskeiðum og kynningu á verkefninu.

Með því að sameina kraftana vill verkefnið takast á við málefni ungs fólks í matvælaiðnaðinum ásamt umfjöllun um sjálfbært og heilbrigt neyslumynstur.

Hér er hlekkur til þess að hlaða niður leiðarvísinum: https://agd.lu/project-happey/

 

 

Aðrar fréttir

Nám í landvörslu við FAS

Nám í landvörslu við FAS

Í síðustu viku sögðum við frá því að það hefði náðst samkomulag um að halda áfram námi í fjallamennsku út skólaárið og fögnum við þeim áfanga. Á næstu vorönn verður í boði í fjallanáminu valáfangi sem heitir „Landvarsla“. FAS fékk fyrir stuttu staðfest leyfi...

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Síðustu vikur og mánuði hefur mikið verið í gangi varðandi fjallamennskunámið í FAS. Í upphafi skólaárs var staðan sú að námið var tryggt fram að áramótum en framhaldið óljóst. Mikil vinna hefur átt sér stað undanfarið sem margir hafa komið að, ekki síst fulltrúar...

Lesið í landið

Lesið í landið

Það hefur lengi verið lögð áhersla á ýmis konar náttúruskoðun í FAS. Í marga áratugi var sérstaklega fylgst með skriðjöklum og reynt að mæla hvort þeir væru að ganga fram eða hopa. Flestar ferðirnar með nemendur voru að Heinabergsjökli. Þá var mæld fjarlægð frá...