HAPPEY verkefnið – Heuristic Approach to Educating Youth on Hidden Hunger

14.des.2023

HAPPEY verkefnið er Erasmus+ verkefni sem FAS tekur þátt í, í samstarfi við Dalpro í Noregi og Alliance for Global Development í Lúxemborg en það eru fyrirtæki sem taka þátt í Erasmus+ verkefnum. Í verkefninu er unnið með hollan lífsstíl og sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Afurð verkefnisins er leiðarvísir sem hefur verið gefinn út og þýddur yfir á 5 tungumál sem eru; enska, franska, íslenska, norska og þýska.

Markhópur verkefnisins eru ungmenni og felur leiðarvísirinn „Hollur lífstíll og sjálfbærni í matvælaframleiðslu“ í sér málefni eins og hvaðan maturinn okkar kemur, dulið hungur, sjálfbærni í matvælaframleiðslu, svæðisbundnar vörur, vísbendingar um heilbrigðan lífsstíl, hvað þú getur ræktað í bakgarðinum þínum og hvers vegna ungt fólk þarf að opna möguleika sína á starfsframa í matvælageiranum. Verkefnið hefur meðal annars staðið fyrir matreiðslunámskeiði á netinu, hópmatreiðslunámskeiðum og kynningu á verkefninu.

Með því að sameina kraftana vill verkefnið takast á við málefni ungs fólks í matvælaiðnaðinum ásamt umfjöllun um sjálfbært og heilbrigt neyslumynstur.

Hér er hlekkur til þess að hlaða niður leiðarvísinum: https://agd.lu/project-happey/

 

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...