HAPPEY verkefnið er Erasmus+ verkefni sem FAS tekur þátt í, í samstarfi við Dalpro í Noregi og Alliance for Global Development í Lúxemborg en það eru fyrirtæki sem taka þátt í Erasmus+ verkefnum. Í verkefninu er unnið með hollan lífsstíl og sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Afurð verkefnisins er leiðarvísir sem hefur verið gefinn út og þýddur yfir á 5 tungumál sem eru; enska, franska, íslenska, norska og þýska.
Markhópur verkefnisins eru ungmenni og felur leiðarvísirinn „Hollur lífstíll og sjálfbærni í matvælaframleiðslu“ í sér málefni eins og hvaðan maturinn okkar kemur, dulið hungur, sjálfbærni í matvælaframleiðslu, svæðisbundnar vörur, vísbendingar um heilbrigðan lífsstíl, hvað þú getur ræktað í bakgarðinum þínum og hvers vegna ungt fólk þarf að opna möguleika sína á starfsframa í matvælageiranum. Verkefnið hefur meðal annars staðið fyrir matreiðslunámskeiði á netinu, hópmatreiðslunámskeiðum og kynningu á verkefninu.
Með því að sameina kraftana vill verkefnið takast á við málefni ungs fólks í matvælaiðnaðinum ásamt umfjöllun um sjálfbært og heilbrigt neyslumynstur.
Hér er hlekkur til þess að hlaða niður leiðarvísinum: https://agd.lu/project-happey/