Lokaball annarinnar

19.des.2023

Í gærkvöldi, mánudaginn 18. desember stóð NEMFAS fyrir jólaballi á Hafinu og fór það mjög vel fram. Stórhljómsveitin Stuðlabandið var fengin til þess að spila og stóð hún svo sannarlega undir væntingum. Mæting var mjög góð og nýttu þó nokkrir jafnaldrar úr öðrum skólum tækifærið til þess að mæta á ball, en þeir voru komnir heim í jólafrí úr öðrum skólum.

Ungmennaráðið og Þrykkjan sameinuðu kraftana með NEMFAS og nýttu það að fá hljómsveit af þessari stærðargráðu hingað á Höfn og stóðu fyrir balli á undan NEMFAS fyrir nemendur grunnskólans. Nemendum grunnskólans á Djúpavogi var boðið á ballið og var mjög gaman að fá þá í heimsókn.

Við fögnum samstarfinu og þökkum öllum þeim sem komu að skipulaginu. Það er gaman að geta endað skólaárið á svona skemmtilegan máta.

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...