Rare R.O.U.T.E.S

12.des.2023

Eitt þeirra erlendu verkefna sem hefur verið í gangi í FAS ber heitið Rare R.O.U.T.E.S. Það verkefni var upphaflega í samstarfi við leiðsögumannanám hjá Keili í Ásbrú. Þegar það nám lagðist af færðist verkefnið yfir til FAS.

Verkefnið snýst um sjálfbæra og ábyrga ferðaþjónustu þátttökulandanna sem eru Ísland, Ítalía og Tyrkland. Farið hefur verið í nokkrar ferðir innanlands og utan sem m.a. nemendur hafa skipulagt.

Í dag var komið að lokaviðburði verkefnisins en það var að kynna afraksturinn fyrir fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast ferðaþjónustu og náttúruvernd. Kynningin fór fram í Nýheimum og var ágæt mæting. Það var Lind skólameistari sem rak þennan endapunkt á verkefnið.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...