Rare R.O.U.T.E.S

12.des.2023

Eitt þeirra erlendu verkefna sem hefur verið í gangi í FAS ber heitið Rare R.O.U.T.E.S. Það verkefni var upphaflega í samstarfi við leiðsögumannanám hjá Keili í Ásbrú. Þegar það nám lagðist af færðist verkefnið yfir til FAS.

Verkefnið snýst um sjálfbæra og ábyrga ferðaþjónustu þátttökulandanna sem eru Ísland, Ítalía og Tyrkland. Farið hefur verið í nokkrar ferðir innanlands og utan sem m.a. nemendur hafa skipulagt.

Í dag var komið að lokaviðburði verkefnisins en það var að kynna afraksturinn fyrir fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast ferðaþjónustu og náttúruvernd. Kynningin fór fram í Nýheimum og var ágæt mæting. Það var Lind skólameistari sem rak þennan endapunkt á verkefnið.

Aðrar fréttir

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...