Eitt þeirra erlendu verkefna sem hefur verið í gangi í FAS ber heitið Rare R.O.U.T.E.S. Það verkefni var upphaflega í samstarfi við leiðsögumannanám hjá Keili í Ásbrú. Þegar það nám lagðist af færðist verkefnið yfir til FAS.
Verkefnið snýst um sjálfbæra og ábyrga ferðaþjónustu þátttökulandanna sem eru Ísland, Ítalía og Tyrkland. Farið hefur verið í nokkrar ferðir innanlands og utan sem m.a. nemendur hafa skipulagt.
Í dag var komið að lokaviðburði verkefnisins en það var að kynna afraksturinn fyrir fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast ferðaþjónustu og náttúruvernd. Kynningin fór fram í Nýheimum og var ágæt mæting. Það var Lind skólameistari sem rak þennan endapunkt á verkefnið.