Stundum getur verið gott að breyta til frá daglegu amstri og fást við annars konar verkefni. Í dag var ákveðið að breyta vinnustund í spilastund. Hægt var að velja um ýmis konar spil en aðalmarkmiðið var að hafa gaman saman og einnig að kynnast fólki á annan hátt en dags daglega. Það var ekki annað að heyra en að allir skemmtu sér hið besta og á það bæði við um nemendur og starfsfólk.
Lokamat framundan
Þessa dagana eru nemendur á fullu að leggja lokahönd á verkefni annarinnar en síðasti kennsludagur er fimmtudagurinn 7. desember. Strax á föstudag hefst síðan lokamat þar sem hver nemandi og kennari hittast og fara yfir það sem hefur áunnist á síðustu mánuðum. Lokamat...