Stundum getur verið gott að breyta til frá daglegu amstri og fást við annars konar verkefni. Í dag var ákveðið að breyta vinnustund í spilastund. Hægt var að velja um ýmis konar spil en aðalmarkmiðið var að hafa gaman saman og einnig að kynnast fólki á annan hátt en dags daglega. Það var ekki annað að heyra en að allir skemmtu sér hið besta og á það bæði við um nemendur og starfsfólk.
Nám í landvörslu við FAS
Í síðustu viku sögðum við frá því að það hefði náðst samkomulag um að halda áfram námi í fjallamennsku út skólaárið og fögnum við þeim áfanga. Á næstu vorönn verður í boði í fjallanáminu valáfangi sem heitir „Landvarsla“. FAS fékk fyrir stuttu staðfest leyfi...