Starfastefnumót í Nýheimum

25.okt.2023

Það er heldur betur fjör í Nýheimum í dag því nú stendur yfir Starfastefnumót. Það eru ríflega 40 fyrirtæki og stofnanir sem kynna starfsemi sína sem svo sannarlega endurspegla atvinnulífið í landinu. Að sjálfsögðu tekur FAS þátt og eru nemendur okkar áberandi við ýmis störf í dag. Frá því á mánudag hafa staðið yfir svokallaðir Vísindadagar í skólanum og var ákveðið að tengja þá Starfastefnumótinu að þessu sinni.

Það er mikilvægt að kynna fyrir samfélaginu hversu mörg störf eru innt af hendi á okkar svæði. Þá er líka mikilvægt fyrir unga fólkið okkar að sjá við hvað væri hægt að starfa í framtíðinni og vera með búsetu á svæðinu.

Kynningarbásarnir á Starfastefnumótinu verða opnir til 16:30 í dag og við hvetjum alla til að kíkja við í Nýheimum í dag.

Aðrar fréttir

Lokamat framundan

Lokamat framundan

Þessa dagana eru nemendur á fullu að leggja lokahönd á verkefni annarinnar en síðasti kennsludagur er fimmtudagurinn 7. desember. Strax á föstudag hefst síðan lokamat þar sem hver nemandi og kennari hittast og fara yfir það sem hefur áunnist á síðustu mánuðum. Lokamat...

Fyrsta hjálp í fjallamennskunáminu

Fyrsta hjálp í fjallamennskunáminu

Kennsla í fyrstu hjálpar áfanga var haldin á Höfn helgina 17. - 20. nóvember. Það voru fjórir dagar af verklegri kennslu, umræðum, æfingum, fyrirlestrum og fleiru sem nýst getur verðandi leiðsögumönnum í fjallamennskunámi FAS. Meðal áhersluatriða voru slys, ofkæling,...

Nýheimar fá jólaupplyftingu

Nýheimar fá jólaupplyftingu

Nú er að ganga í hönd sá tími ársins þegar dagar eru hvað stystir og myrkur sem mest. Því er upplagt að finna til það sem kætir og léttir lund. Öll getum við verið sammála um það að litlu ljósin marglitu og skær geti verið gleðiauki. Á efri hæðinni í Nýheimum var...