Starfastefnumót í Nýheimum

25.okt.2023

Það er heldur betur fjör í Nýheimum í dag því nú stendur yfir Starfastefnumót. Það eru ríflega 40 fyrirtæki og stofnanir sem kynna starfsemi sína sem svo sannarlega endurspegla atvinnulífið í landinu. Að sjálfsögðu tekur FAS þátt og eru nemendur okkar áberandi við ýmis störf í dag. Frá því á mánudag hafa staðið yfir svokallaðir Vísindadagar í skólanum og var ákveðið að tengja þá Starfastefnumótinu að þessu sinni.

Það er mikilvægt að kynna fyrir samfélaginu hversu mörg störf eru innt af hendi á okkar svæði. Þá er líka mikilvægt fyrir unga fólkið okkar að sjá við hvað væri hægt að starfa í framtíðinni og vera með búsetu á svæðinu.

Kynningarbásarnir á Starfastefnumótinu verða opnir til 16:30 í dag og við hvetjum alla til að kíkja við í Nýheimum í dag.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...