Í næstu viku er komið að svokölluðum vísindadögum í FAS en þá er hefðbundin kennsla lögð niður í þrjá daga (mánudag, þriðjudag og miðvikudag) og nemendur fást við ýmislegt annað.
Á miðvikudag í næstu viku verður haldið svokallað Starfastefnumót í Nýheimum en þá munu mörg fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu standa fyrir kynningu á öllum þeim fjölmörgu störfum sem er að finna í okkar ágæta sveitarfélagi. Okkur í FAS þykir við hæfi að tengja vísindadagana okkar við væntanlegt Starfastefnumót.
Í dag var fyrirkomulag á vísindadögum kynnt og farið yfir hvaða hópar verða í boði. Þeir sem enn eiga eftir að skrá sig þurfa að gera það fyrir hádegi á föstudag og geta nálgast upplýsingar um hvaða hópar eru í boði hjá Kristjáni áfangastjóra.