Vísindadagar framundan

18.okt.2023

Í næstu viku er komið að svokölluðum vísindadögum í FAS en þá er hefðbundin kennsla lögð niður í þrjá daga (mánudag, þriðjudag og miðvikudag) og nemendur fást við ýmislegt annað.

Á miðvikudag í næstu viku verður haldið svokallað Starfastefnumót í Nýheimum en þá munu mörg fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu standa fyrir kynningu á öllum þeim fjölmörgu störfum sem er að finna í okkar ágæta sveitarfélagi. Okkur í FAS þykir við hæfi að tengja vísindadagana okkar við væntanlegt Starfastefnumót.

Í dag var fyrirkomulag á vísindadögum kynnt og farið yfir hvaða hópar verða í boði. Þeir sem enn eiga eftir að skrá sig þurfa að gera það fyrir hádegi á föstudag og geta nálgast upplýsingar um hvaða hópar eru í boði hjá Kristjáni áfangastjóra.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...