Nemendur á listasviði með spuna

12.okt.2023

Um nokkurra ára skeið hefur verið hægt að leggja stund á ýmis konar listir í FAS. Það nám er hluti af kjörnámsbraut við skólann. Meðal þess sem hægt er að læra eru; sjónlistir, sviðslistir, hönnun og kvikmyndagerð.

Á þessari önn eru bæði sjónlistir og sviðslistir í boði á námsframboði skólans. Nemendur í sviðslistum taka námið í svokölluðum spönnum en þá er farið hraðar yfir en hefðbundið er og á einni önn farið í efni tveggja áfanga.

Nú er komið að lokum fyrstu spannar í sviðslistum og af því tilefni buðu nemendur kennurum og starfsfólki skólans á sýningu til að sýna afrakstur vinnunnar undanfarið. Þar hefur mikið verið unnið með spuna og hafa nemendur mest verið í því að skapa efni, bæði hver og einn og eins í samvinnu við aðra í hópnum.

Það er skemmst frá því að segja að sýningin í dag gekk ljómandi vel, var skemmtileg og sýndu nemendur á sér nýja hlið. Takk fyrir skemmtilega sýningu.

Aðrar fréttir

Nám í landvörslu við FAS

Nám í landvörslu við FAS

Í síðustu viku sögðum við frá því að það hefði náðst samkomulag um að halda áfram námi í fjallamennsku út skólaárið og fögnum við þeim áfanga. Á næstu vorönn verður í boði í fjallanáminu valáfangi sem heitir „Landvarsla“. FAS fékk fyrir stuttu staðfest leyfi...

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Síðustu vikur og mánuði hefur mikið verið í gangi varðandi fjallamennskunámið í FAS. Í upphafi skólaárs var staðan sú að námið var tryggt fram að áramótum en framhaldið óljóst. Mikil vinna hefur átt sér stað undanfarið sem margir hafa komið að, ekki síst fulltrúar...

Lesið í landið

Lesið í landið

Það hefur lengi verið lögð áhersla á ýmis konar náttúruskoðun í FAS. Í marga áratugi var sérstaklega fylgst með skriðjöklum og reynt að mæla hvort þeir væru að ganga fram eða hopa. Flestar ferðirnar með nemendur voru að Heinabergsjökli. Þá var mæld fjarlægð frá...