Nemendur á listasviði með spuna

12.okt.2023

Um nokkurra ára skeið hefur verið hægt að leggja stund á ýmis konar listir í FAS. Það nám er hluti af kjörnámsbraut við skólann. Meðal þess sem hægt er að læra eru; sjónlistir, sviðslistir, hönnun og kvikmyndagerð.

Á þessari önn eru bæði sjónlistir og sviðslistir í boði á námsframboði skólans. Nemendur í sviðslistum taka námið í svokölluðum spönnum en þá er farið hraðar yfir en hefðbundið er og á einni önn farið í efni tveggja áfanga.

Nú er komið að lokum fyrstu spannar í sviðslistum og af því tilefni buðu nemendur kennurum og starfsfólki skólans á sýningu til að sýna afrakstur vinnunnar undanfarið. Þar hefur mikið verið unnið með spuna og hafa nemendur mest verið í því að skapa efni, bæði hver og einn og eins í samvinnu við aðra í hópnum.

Það er skemmst frá því að segja að sýningin í dag gekk ljómandi vel, var skemmtileg og sýndu nemendur á sér nýja hlið. Takk fyrir skemmtilega sýningu.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...