Nemendur á listasviði með spuna

12.okt.2023

Um nokkurra ára skeið hefur verið hægt að leggja stund á ýmis konar listir í FAS. Það nám er hluti af kjörnámsbraut við skólann. Meðal þess sem hægt er að læra eru; sjónlistir, sviðslistir, hönnun og kvikmyndagerð.

Á þessari önn eru bæði sjónlistir og sviðslistir í boði á námsframboði skólans. Nemendur í sviðslistum taka námið í svokölluðum spönnum en þá er farið hraðar yfir en hefðbundið er og á einni önn farið í efni tveggja áfanga.

Nú er komið að lokum fyrstu spannar í sviðslistum og af því tilefni buðu nemendur kennurum og starfsfólki skólans á sýningu til að sýna afrakstur vinnunnar undanfarið. Þar hefur mikið verið unnið með spuna og hafa nemendur mest verið í því að skapa efni, bæði hver og einn og eins í samvinnu við aðra í hópnum.

Það er skemmst frá því að segja að sýningin í dag gekk ljómandi vel, var skemmtileg og sýndu nemendur á sér nýja hlið. Takk fyrir skemmtilega sýningu.

Aðrar fréttir

Á leið til Finnlands

Á leið til Finnlands

Um hádegisbil í dag lagði af stað hópur nemenda ásamt tveimur kennurum áleiðis til Vaala í Finnlandi. Þessi heimsókn er hluti af Nordplus Junior verkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra. Auk Finnlands og Íslands taka nemendur frá Noregi þátt í...

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...

Rötun og útivist

Rötun og útivist

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og...