Góðir gestir í heimsókn í FAS

03.okt.2023

Það er mikið um að vera þessa vikuna í FAS því við erum með heimsókn frá samstarfsskólunum í nýjasta nemendaskiptaverkefninu okkar. Það verkefni fjallar um nýtingu á náttúrulegum auðlindum og ber nafnið Natural Resources and how to utilize these in rural areas in Finland, Iceland and Norway. Þetta er tveggja ára verkefni og farið er í heimsókn til eins þátttökulands á hverri önn og var fyrsta heimsóknin til Íslands. Frá hverju landi eru 10 nemendur og samskiptamálið í verkefninu er enska.

Gestirnir komu til landsins á sunnudag og til Hafnar seinni partinn í gær. Á meðan hópurinn dvelur hér verður farið í heimsóknir og skoðunarferðir. Þá verða einnig unnin verkefni sem tengjast nýtingu náttúrulegra auðlinda í löndunum þremur.

Hópurinn fer af stað til Keflavíkur seinni partinn á fimmtudag og flýgur utan á föstudagsmorgni. Verkefnið hefur sérstaka vefsíðu og þar er sagt frá því helsta er varðar verkefnið. Meðfylgjandi mynd var tekin í morgun þegar hópurinn fór í heimsókn til Skinneyjar-Þinganes.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...