Góðir gestir í heimsókn í FAS

03.okt.2023

Það er mikið um að vera þessa vikuna í FAS því við erum með heimsókn frá samstarfsskólunum í nýjasta nemendaskiptaverkefninu okkar. Það verkefni fjallar um nýtingu á náttúrulegum auðlindum og ber nafnið Natural Resources and how to utilize these in rural areas in Finland, Iceland and Norway. Þetta er tveggja ára verkefni og farið er í heimsókn til eins þátttökulands á hverri önn og var fyrsta heimsóknin til Íslands. Frá hverju landi eru 10 nemendur og samskiptamálið í verkefninu er enska.

Gestirnir komu til landsins á sunnudag og til Hafnar seinni partinn í gær. Á meðan hópurinn dvelur hér verður farið í heimsóknir og skoðunarferðir. Þá verða einnig unnin verkefni sem tengjast nýtingu náttúrulegra auðlinda í löndunum þremur.

Hópurinn fer af stað til Keflavíkur seinni partinn á fimmtudag og flýgur utan á föstudagsmorgni. Verkefnið hefur sérstaka vefsíðu og þar er sagt frá því helsta er varðar verkefnið. Meðfylgjandi mynd var tekin í morgun þegar hópurinn fór í heimsókn til Skinneyjar-Þinganes.

Aðrar fréttir

Nám í landvörslu við FAS

Nám í landvörslu við FAS

Í síðustu viku sögðum við frá því að það hefði náðst samkomulag um að halda áfram námi í fjallamennsku út skólaárið og fögnum við þeim áfanga. Á næstu vorönn verður í boði í fjallanáminu valáfangi sem heitir „Landvarsla“. FAS fékk fyrir stuttu staðfest leyfi...

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Fréttir af fjallamennskunámi FAS

Síðustu vikur og mánuði hefur mikið verið í gangi varðandi fjallamennskunámið í FAS. Í upphafi skólaárs var staðan sú að námið var tryggt fram að áramótum en framhaldið óljóst. Mikil vinna hefur átt sér stað undanfarið sem margir hafa komið að, ekki síst fulltrúar...

Lesið í landið

Lesið í landið

Það hefur lengi verið lögð áhersla á ýmis konar náttúruskoðun í FAS. Í marga áratugi var sérstaklega fylgst með skriðjöklum og reynt að mæla hvort þeir væru að ganga fram eða hopa. Flestar ferðirnar með nemendur voru að Heinabergsjökli. Þá var mæld fjarlægð frá...