Góðir gestir í heimsókn í FAS

03.okt.2023

Það er mikið um að vera þessa vikuna í FAS því við erum með heimsókn frá samstarfsskólunum í nýjasta nemendaskiptaverkefninu okkar. Það verkefni fjallar um nýtingu á náttúrulegum auðlindum og ber nafnið Natural Resources and how to utilize these in rural areas in Finland, Iceland and Norway. Þetta er tveggja ára verkefni og farið er í heimsókn til eins þátttökulands á hverri önn og var fyrsta heimsóknin til Íslands. Frá hverju landi eru 10 nemendur og samskiptamálið í verkefninu er enska.

Gestirnir komu til landsins á sunnudag og til Hafnar seinni partinn í gær. Á meðan hópurinn dvelur hér verður farið í heimsóknir og skoðunarferðir. Þá verða einnig unnin verkefni sem tengjast nýtingu náttúrulegra auðlinda í löndunum þremur.

Hópurinn fer af stað til Keflavíkur seinni partinn á fimmtudag og flýgur utan á föstudagsmorgni. Verkefnið hefur sérstaka vefsíðu og þar er sagt frá því helsta er varðar verkefnið. Meðfylgjandi mynd var tekin í morgun þegar hópurinn fór í heimsókn til Skinneyjar-Þinganes.

Aðrar fréttir

Lokamat framundan

Lokamat framundan

Þessa dagana eru nemendur á fullu að leggja lokahönd á verkefni annarinnar en síðasti kennsludagur er fimmtudagurinn 7. desember. Strax á föstudag hefst síðan lokamat þar sem hver nemandi og kennari hittast og fara yfir það sem hefur áunnist á síðustu mánuðum. Lokamat...

Fyrsta hjálp í fjallamennskunáminu

Fyrsta hjálp í fjallamennskunáminu

Kennsla í fyrstu hjálpar áfanga var haldin á Höfn helgina 17. - 20. nóvember. Það voru fjórir dagar af verklegri kennslu, umræðum, æfingum, fyrirlestrum og fleiru sem nýst getur verðandi leiðsögumönnum í fjallamennskunámi FAS. Meðal áhersluatriða voru slys, ofkæling,...

Nýheimar fá jólaupplyftingu

Nýheimar fá jólaupplyftingu

Nú er að ganga í hönd sá tími ársins þegar dagar eru hvað stystir og myrkur sem mest. Því er upplagt að finna til það sem kætir og léttir lund. Öll getum við verið sammála um það að litlu ljósin marglitu og skær geti verið gleðiauki. Á efri hæðinni í Nýheimum var...