Vel lukkuðum rötunar- og útivistaráfanga í fjallanámi FAS lauk fyrr í þessum mánuði. Þar fengu nemendur að spreyta sig í undirbúningi og framkvæmd á fjögurra daga göngu í óbyggðum.
Ferðinni var heitið á Víknaslóðir þar sem gengnir voru ýmsir slóðar frá Borgarfirði til Seyðisfjarðar. Meðal námsþátta var gerð leiðarkorts, veðurathuganir, næturrötun og hópastjórnun.
Veðrið lék að mestu við hópinn en kærkomin þoka gerði þó vart við sig öðru hvoru sem reyndi á góðan undirbúning, landslagslestur og notkun á áttavita.
Kennarar voru: Tómas Eldjárn, Svanhvít Helga, Michael R. Walker, Árni Stefán og Íris Ragnarsdóttir.