Gengið um Víknaslóðir

27.sep.2023

Vel lukkuðum rötunar- og útivistaráfanga í fjallanámi FAS lauk fyrr í þessum mánuði. Þar fengu nemendur að spreyta sig í undirbúningi og framkvæmd á fjögurra daga göngu í óbyggðum.

Ferðinni var heitið á Víknaslóðir þar sem gengnir voru ýmsir slóðar frá Borgarfirði til Seyðisfjarðar. Meðal námsþátta var gerð leiðarkorts, veðurathuganir, næturrötun og hópastjórnun.

Veðrið lék að mestu við hópinn en kærkomin þoka gerði þó vart við sig öðru hvoru sem reyndi á góðan undirbúning, landslagslestur og notkun á áttavita.

Kennarar voru: Tómas Eldjárn, Svanhvít Helga, Michael R. Walker, Árni Stefán og Íris Ragnarsdóttir.

Aðrar fréttir

Lokamat framundan

Lokamat framundan

Þessa dagana eru nemendur á fullu að leggja lokahönd á verkefni annarinnar en síðasti kennsludagur er fimmtudagurinn 7. desember. Strax á föstudag hefst síðan lokamat þar sem hver nemandi og kennari hittast og fara yfir það sem hefur áunnist á síðustu mánuðum. Lokamat...

Fyrsta hjálp í fjallamennskunáminu

Fyrsta hjálp í fjallamennskunáminu

Kennsla í fyrstu hjálpar áfanga var haldin á Höfn helgina 17. - 20. nóvember. Það voru fjórir dagar af verklegri kennslu, umræðum, æfingum, fyrirlestrum og fleiru sem nýst getur verðandi leiðsögumönnum í fjallamennskunámi FAS. Meðal áhersluatriða voru slys, ofkæling,...

Nýheimar fá jólaupplyftingu

Nýheimar fá jólaupplyftingu

Nú er að ganga í hönd sá tími ársins þegar dagar eru hvað stystir og myrkur sem mest. Því er upplagt að finna til það sem kætir og léttir lund. Öll getum við verið sammála um það að litlu ljósin marglitu og skær geti verið gleðiauki. Á efri hæðinni í Nýheimum var...