Jákvæð samskipti í FAS

26.sep.2023

Þessa vikuna stendur yfir íþróttavika í sveitarfélaginu okkar. Markmiðið með íþróttavikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir alla og er lögð áhersla á allir geti stundað einhvers konar íþróttir. Þar skiptir aldur, bakgrunnur eða líkamlegt ástand ekki máli. Það er hins vegar staðreynd að öll íþróttaiðkun er líkleg til að stuðla að bættri líðan.

Að sjálfsögðu er FAS með í íþróttavikunni og tekur þátt í viðburðum. Í dag kom til okkar Pálmar Ragnarsson fyrirlesari og körfuknattleiksþjálfari með fyrirlestur um jákvæð samskipti. Þar fjallaði hann á skemmtilegan hátt um hversu mikilivæg samskipti eru og mikilvægi þess fyrir alla að fá hrós.

Við þökkum Pálmari kærlega fyrir komuna og við förum svo sannarlega fróðari um mikilvægi jákvæðra samskipta út í daginn.

 

Aðrar fréttir

Lokamat framundan

Lokamat framundan

Þessa dagana eru nemendur á fullu að leggja lokahönd á verkefni annarinnar en síðasti kennsludagur er fimmtudagurinn 7. desember. Strax á föstudag hefst síðan lokamat þar sem hver nemandi og kennari hittast og fara yfir það sem hefur áunnist á síðustu mánuðum. Lokamat...

Fyrsta hjálp í fjallamennskunáminu

Fyrsta hjálp í fjallamennskunáminu

Kennsla í fyrstu hjálpar áfanga var haldin á Höfn helgina 17. - 20. nóvember. Það voru fjórir dagar af verklegri kennslu, umræðum, æfingum, fyrirlestrum og fleiru sem nýst getur verðandi leiðsögumönnum í fjallamennskunámi FAS. Meðal áhersluatriða voru slys, ofkæling,...

Nýheimar fá jólaupplyftingu

Nýheimar fá jólaupplyftingu

Nú er að ganga í hönd sá tími ársins þegar dagar eru hvað stystir og myrkur sem mest. Því er upplagt að finna til það sem kætir og léttir lund. Öll getum við verið sammála um það að litlu ljósin marglitu og skær geti verið gleðiauki. Á efri hæðinni í Nýheimum var...