Jákvæð samskipti í FAS

26.sep.2023

Þessa vikuna stendur yfir íþróttavika í sveitarfélaginu okkar. Markmiðið með íþróttavikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir alla og er lögð áhersla á allir geti stundað einhvers konar íþróttir. Þar skiptir aldur, bakgrunnur eða líkamlegt ástand ekki máli. Það er hins vegar staðreynd að öll íþróttaiðkun er líkleg til að stuðla að bættri líðan.

Að sjálfsögðu er FAS með í íþróttavikunni og tekur þátt í viðburðum. Í dag kom til okkar Pálmar Ragnarsson fyrirlesari og körfuknattleiksþjálfari með fyrirlestur um jákvæð samskipti. Þar fjallaði hann á skemmtilegan hátt um hversu mikilivæg samskipti eru og mikilvægi þess fyrir alla að fá hrós.

Við þökkum Pálmari kærlega fyrir komuna og við förum svo sannarlega fróðari um mikilvægi jákvæðra samskipta út í daginn.

 

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...