Þessa vikuna stendur yfir íþróttavika í sveitarfélaginu okkar. Markmiðið með íþróttavikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir alla og er lögð áhersla á allir geti stundað einhvers konar íþróttir. Þar skiptir aldur, bakgrunnur eða líkamlegt ástand ekki máli. Það er hins vegar staðreynd að öll íþróttaiðkun er líkleg til að stuðla að bættri líðan.
Að sjálfsögðu er FAS með í íþróttavikunni og tekur þátt í viðburðum. Í dag kom til okkar Pálmar Ragnarsson fyrirlesari og körfuknattleiksþjálfari með fyrirlestur um jákvæð samskipti. Þar fjallaði hann á skemmtilegan hátt um hversu mikilivæg samskipti eru og mikilvægi þess fyrir alla að fá hrós.
Við þökkum Pálmari kærlega fyrir komuna og við förum svo sannarlega fróðari um mikilvægi jákvæðra samskipta út í daginn.