Þrír nemendur Fjallamennsku FAS stóðust á dögunum próf Félags Íslenskra Fjallaleiðsögumanna í Jöklaleiðsögn 2. Þetta var annað af þremur prófum sem hægt er að taka á þessu sviði og það síðasta sem boðið er upp á fyrir nemendur FAS.
Einungis þeir nemendur sem hafa þegar verið í vinnu á skriðjökli í 30 daga hið minnsta og auk þess lagt sig fram um að bæta og viðhalda tæknilegri færni eru gjaldgengir á þetta próf.
Við í FAS óskum þeim Jökli, Ástu og Maríuönnu til hamingju með áfangann.