Skólafundur í FAS

19.sep.2023

Reglulega eru haldnir svokallaðir skólafundir í FAS. Þá hittast nemendur og starfsfólk skólans og ræða mikilvæg mál er varða skólann.

Skólafundur haustannarinnar var haldinn í morgun. Lind skólameistari setti fundinn og lagði áherslu á hversu mikilvægt er að raddir nemenda sem og annarra heyrist. Fyrir fundinn hafði fundargestum verið skipt upp í hópa þar sem ræða átti ákveðin atriði undir stjórn svokallaðra málstofustjóra. Meðal þess sem var rætt var nýr áfangi í framboði skólans sem kallast „Inngangur að framhaldsskóla“. Þá var rætt um hvernig efla megi starfssemi og þátttöku í félagslífi skólans. Í einni málstofunni var verið að fara yfir helstu umgengisreglur við notkun á gervigreind og í annarri málstofu var verið að skoða hver einkunnarorð skólans ættu að vera.

Skólafundurinn gekk ljómandi vel og margar spennandi hugmyndir komu fram. Á næstunni verður farið yfir niðurstöður fundarins og þær kynntar í lok mánaðarins.

Aðrar fréttir

Gengið um Víknaslóðir

Gengið um Víknaslóðir

Vel lukkuðum rötunar- og útivistaráfanga í fjallanámi FAS lauk fyrr í þessum mánuði. Þar fengu nemendur að spreyta sig í undirbúningi og framkvæmd á fjögurra daga göngu í óbyggðum. Ferðinni var heitið á Víknaslóðir þar sem gengnir voru ýmsir slóðar frá Borgarfirði til...

Jákvæð samskipti í FAS

Jákvæð samskipti í FAS

Þessa vikuna stendur yfir íþróttavika í sveitarfélaginu okkar. Markmiðið með íþróttavikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir alla og er lögð áhersla á allir geti stundað einhvers konar íþróttir. Þar skiptir aldur, bakgrunnur eða líkamlegt ástand ekki máli. Það...

Jökla 2 AIMG námskeið

Jökla 2 AIMG námskeið

Þrír nemendur Fjallamennsku FAS stóðust á dögunum próf Félags Íslenskra Fjallaleiðsögumanna í Jöklaleiðsögn 2. Þetta var annað af þremur prófum sem hægt er að taka á þessu sviði og það síðasta sem boðið er upp á fyrir nemendur FAS. Einungis þeir nemendur sem hafa...