Skólafundur í FAS

19.sep.2023

Reglulega eru haldnir svokallaðir skólafundir í FAS. Þá hittast nemendur og starfsfólk skólans og ræða mikilvæg mál er varða skólann.

Skólafundur haustannarinnar var haldinn í morgun. Lind skólameistari setti fundinn og lagði áherslu á hversu mikilvægt er að raddir nemenda sem og annarra heyrist. Fyrir fundinn hafði fundargestum verið skipt upp í hópa þar sem ræða átti ákveðin atriði undir stjórn svokallaðra málstofustjóra. Meðal þess sem var rætt var nýr áfangi í framboði skólans sem kallast „Inngangur að framhaldsskóla“. Þá var rætt um hvernig efla megi starfssemi og þátttöku í félagslífi skólans. Í einni málstofunni var verið að fara yfir helstu umgengisreglur við notkun á gervigreind og í annarri málstofu var verið að skoða hver einkunnarorð skólans ættu að vera.

Skólafundurinn gekk ljómandi vel og margar spennandi hugmyndir komu fram. Á næstunni verður farið yfir niðurstöður fundarins og þær kynntar í lok mánaðarins.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...