Skólafundur í FAS

19.sep.2023

Reglulega eru haldnir svokallaðir skólafundir í FAS. Þá hittast nemendur og starfsfólk skólans og ræða mikilvæg mál er varða skólann.

Skólafundur haustannarinnar var haldinn í morgun. Lind skólameistari setti fundinn og lagði áherslu á hversu mikilvægt er að raddir nemenda sem og annarra heyrist. Fyrir fundinn hafði fundargestum verið skipt upp í hópa þar sem ræða átti ákveðin atriði undir stjórn svokallaðra málstofustjóra. Meðal þess sem var rætt var nýr áfangi í framboði skólans sem kallast „Inngangur að framhaldsskóla“. Þá var rætt um hvernig efla megi starfssemi og þátttöku í félagslífi skólans. Í einni málstofunni var verið að fara yfir helstu umgengisreglur við notkun á gervigreind og í annarri málstofu var verið að skoða hver einkunnarorð skólans ættu að vera.

Skólafundurinn gekk ljómandi vel og margar spennandi hugmyndir komu fram. Á næstunni verður farið yfir niðurstöður fundarins og þær kynntar í lok mánaðarins.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...