Á morgun, miðvikudaginn 30. ágúst verður dagurinn helgaður nýnemum. Það er ekki hefðbundin kennsla en allir eiga að mæta í skólann klukkan 8:30. Það er nemendafélag skólans sem hefur skipulagt dagskrá fyrir daginn. Í hádeginu býður skólinn til hamborgaraveislu fyrir nemendur og starfsfólk.
Eftir hádegi verður félagslíf skólans kynnt og þá verður hægt að skrá sig í klúbba. Það er mikilvægt að allir taki þátt í félagslífi skólans svo það verði blómlegt.
Mætum öll kát og hress í skólann á morgun og höfum gaman saman.