Nýnemadagurinn í FAS

29.ágú.2023

Á morgun, miðvikudaginn 30. ágúst verður dagurinn helgaður nýnemum. Það er ekki hefðbundin kennsla en allir eiga að mæta í skólann klukkan 8:30. Það er nemendafélag skólans sem hefur skipulagt dagskrá fyrir daginn. Í hádeginu býður skólinn til hamborgaraveislu fyrir nemendur og starfsfólk.

Eftir hádegi verður félagslíf skólans kynnt og þá verður hægt að skrá sig í klúbba. Það er mikilvægt að allir taki þátt í félagslífi skólans svo það verði blómlegt.

Mætum öll kát og hress í skólann á morgun og höfum gaman saman.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...