Vel heppnaður nýnemadagur

30.ágú.2023

Í dag var haldinn nýnemadagur í FAS til þess að bjóða nýja nemendur velkomna í skólann. Það var nemendaráð sem hafði veg og vanda að því að skipuleggja dagskrána. Nemendum var skipt í hópa og átti hver hópur að safna stigum með því að leysa ýmsar skemmtilegar þrautir, t.d. hoppa í sjóinn, betla mat, skríða inni í Nettó, taka myndir með einkennisklæddum, lita á sér hárið og fleira. Fyrir hverja þraut fengust ákveðið mörg stig. Markmiðið var að safna sem flestum stigum. Það var þó ekki upplýst í dag hverjir náðu að safna flestum stigum. Það verður gert á nýnemaballi sem verður haldið síðar í þessum mánuði.

Eftir stigaleikinn voru grillaðir hamborgarar og skólasöngur FAS var spilaður á Nýtorgi. Leikurinn fékk nemendur sem þekkjast lítið til að vinna saman og allir tóku þátt í sprellinu og var ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér hið besta. Við þökkum nemendaráði kærlega fyrir þeirra aðkomu að þessum skemmtilega degi.

Aðrar fréttir

Afreksíþróttasvið FAS á fleygiferð með nýjar áherslur

Afreksíþróttasvið FAS á fleygiferð með nýjar áherslur

Afreksíþróttasvið Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) hefur farið vel af stað eftir breytingar sem tóku gildi í upphafi skólaársins. Með nýju fyrirkomulagi hefur verið lögð rík áhersla á að efla nemendur með fjölbreyttum æfingum og fræðslu sem styðja við...

Styttist í lok annar

Styttist í lok annar

Undanfarna daga og vikur höfum við sífellt verið minnt á að það sé farið að styttast til jóla. Á sama tíma sjáum við að margir eru farnir að skreyta hús sín bæði að innan og utan með marglitum ljósum. Það er notalegt þegar daginn er tekið að stytta að hafa ljósin sem...

Nám í landvörslu við FAS

Nám í landvörslu við FAS

Í síðustu viku sögðum við frá því að það hefði náðst samkomulag um að halda áfram námi í fjallamennsku út skólaárið og fögnum við þeim áfanga. Á næstu vorönn verður í boði í fjallanáminu valáfangi sem heitir „Landvarsla“. FAS fékk fyrir stuttu staðfest leyfi...