Vel heppnaður nýnemadagur

30.ágú.2023

Í dag var haldinn nýnemadagur í FAS til þess að bjóða nýja nemendur velkomna í skólann. Það var nemendaráð sem hafði veg og vanda að því að skipuleggja dagskrána. Nemendum var skipt í hópa og átti hver hópur að safna stigum með því að leysa ýmsar skemmtilegar þrautir, t.d. hoppa í sjóinn, betla mat, skríða inni í Nettó, taka myndir með einkennisklæddum, lita á sér hárið og fleira. Fyrir hverja þraut fengust ákveðið mörg stig. Markmiðið var að safna sem flestum stigum. Það var þó ekki upplýst í dag hverjir náðu að safna flestum stigum. Það verður gert á nýnemaballi sem verður haldið síðar í þessum mánuði.

Eftir stigaleikinn voru grillaðir hamborgarar og skólasöngur FAS var spilaður á Nýtorgi. Leikurinn fékk nemendur sem þekkjast lítið til að vinna saman og allir tóku þátt í sprellinu og var ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér hið besta. Við þökkum nemendaráði kærlega fyrir þeirra aðkomu að þessum skemmtilega degi.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...