Það var þétt setinn bekkurinn í fyrirlestrasal Nýheima í morgun þegar skólinn var settur. Lind skólameistari ávarpaði hópinn, bauð alla velkomna og stiklaði á stóru í starfinu framundan. Að því loknu fluttu staðnemendur sig á Nýtorg en nemendur í fjallanámi héldu áfram í fyrirlestrasalnum. Á báðum stöðum var farið yfir það mikilvægasta í upphafi skólaárs. Klukkan 13 í dag verður tækniaðstoð fyrir nemendur í stofu 204 og hvetjum við alla til að mæta þangað sem ekki eru komnir inn í kerfi skólans.
Á morgun verður kennt eftir svokallaðri hraðtöflu og með því móti næst að fara stuttlega yfir alla áfanga sem eru í boði. Á mánudag hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.
Það var gaman að sjá hversu margir mættu í morgun og bjóðum alla velkomna til starfa.