Skólastarf haustannar hafið

24.ágú.2023

Það var þétt setinn bekkurinn í fyrirlestrasal Nýheima í morgun þegar skólinn var settur. Lind skólameistari ávarpaði hópinn, bauð alla velkomna og stiklaði á stóru í starfinu framundan. Að því loknu fluttu staðnemendur sig á Nýtorg en nemendur í fjallanámi héldu áfram í fyrirlestrasalnum. Á báðum stöðum var farið yfir það mikilvægasta í upphafi skólaárs. Klukkan 13 í dag verður tækniaðstoð fyrir nemendur í stofu 204 og hvetjum við alla til að mæta þangað sem ekki eru komnir inn í kerfi skólans.

Á morgun verður kennt eftir svokallaðri hraðtöflu og með því móti næst að fara stuttlega yfir alla áfanga sem eru í boði. Á mánudag hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

Það var gaman að sjá hversu margir mættu í morgun og bjóðum alla velkomna til starfa.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...