Skólastarf haustannar hafið

24.ágú.2023

Það var þétt setinn bekkurinn í fyrirlestrasal Nýheima í morgun þegar skólinn var settur. Lind skólameistari ávarpaði hópinn, bauð alla velkomna og stiklaði á stóru í starfinu framundan. Að því loknu fluttu staðnemendur sig á Nýtorg en nemendur í fjallanámi héldu áfram í fyrirlestrasalnum. Á báðum stöðum var farið yfir það mikilvægasta í upphafi skólaárs. Klukkan 13 í dag verður tækniaðstoð fyrir nemendur í stofu 204 og hvetjum við alla til að mæta þangað sem ekki eru komnir inn í kerfi skólans.

Á morgun verður kennt eftir svokallaðri hraðtöflu og með því móti næst að fara stuttlega yfir alla áfanga sem eru í boði. Á mánudag hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

Það var gaman að sjá hversu margir mættu í morgun og bjóðum alla velkomna til starfa.

Aðrar fréttir

ForestWell menntaverkefnið

ForestWell menntaverkefnið

ForestWell er eitt af þeim fjölmörgu Erasmus+ menntaverkefnum sem FAS hefur tekið þátt í. Í ForestWell verkefninu er unnið er að gerð námsefnis í samstarfi menntastofnanna og fyrirtækja á sviði markaðsmála og stafrænna lausna frá Danmörku, Finnlandi, Írlandi, Íslandi...

HeimaHöfn – Vinnustofur í FAS

HeimaHöfn – Vinnustofur í FAS

Það er heldur betur búið að vera líflegt í FAS í dag og margt um manninn. Í dag var haldin fyrsta vinnustofan í verkefninu HeimaHöfn en það er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Verkefnið felur í sér náið samstarf með ungu...

Burt með allt ofbeldi

Burt með allt ofbeldi

Við höfum ekki farið varhluta af umræðu um aukið ofbeldi í þjóðfélaginu síðustu daga og vikur. Það er mikilvægt að allir taki höndum saman um að sporna við öllu ofbeldi. Bleikur litur er orðinn tákn þess að ofbeldi verði aldrei samþykkt. Undanfarna daga hafa sést víðs...