Skólastarf haustannar hafið

24.ágú.2023

Það var þétt setinn bekkurinn í fyrirlestrasal Nýheima í morgun þegar skólinn var settur. Lind skólameistari ávarpaði hópinn, bauð alla velkomna og stiklaði á stóru í starfinu framundan. Að því loknu fluttu staðnemendur sig á Nýtorg en nemendur í fjallanámi héldu áfram í fyrirlestrasalnum. Á báðum stöðum var farið yfir það mikilvægasta í upphafi skólaárs. Klukkan 13 í dag verður tækniaðstoð fyrir nemendur í stofu 204 og hvetjum við alla til að mæta þangað sem ekki eru komnir inn í kerfi skólans.

Á morgun verður kennt eftir svokallaðri hraðtöflu og með því móti næst að fara stuttlega yfir alla áfanga sem eru í boði. Á mánudag hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

Það var gaman að sjá hversu margir mættu í morgun og bjóðum alla velkomna til starfa.

Aðrar fréttir

Lokamat framundan

Lokamat framundan

Þessa dagana eru nemendur á fullu að leggja lokahönd á verkefni annarinnar en síðasti kennsludagur er fimmtudagurinn 7. desember. Strax á föstudag hefst síðan lokamat þar sem hver nemandi og kennari hittast og fara yfir það sem hefur áunnist á síðustu mánuðum. Lokamat...

Fyrsta hjálp í fjallamennskunáminu

Fyrsta hjálp í fjallamennskunáminu

Kennsla í fyrstu hjálpar áfanga var haldin á Höfn helgina 17. - 20. nóvember. Það voru fjórir dagar af verklegri kennslu, umræðum, æfingum, fyrirlestrum og fleiru sem nýst getur verðandi leiðsögumönnum í fjallamennskunámi FAS. Meðal áhersluatriða voru slys, ofkæling,...

Nýheimar fá jólaupplyftingu

Nýheimar fá jólaupplyftingu

Nú er að ganga í hönd sá tími ársins þegar dagar eru hvað stystir og myrkur sem mest. Því er upplagt að finna til það sem kætir og léttir lund. Öll getum við verið sammála um það að litlu ljósin marglitu og skær geti verið gleðiauki. Á efri hæðinni í Nýheimum var...