Skólasetning og upphaf kennslu

21.ágú.2023

Skólastarf haustannar hefst fimmtudaginn 24. ágúst næstkomandi þegar skólinn verður settur í fyrirlestrasal Nýheima klukkan 10. Að lokinni skólasetningu hitta nemendur umsjónarkennara sína og það verður farið yfir það mikilvægasta í skólastarfinu fram undan.

Þann 25. ágúst verður kennt eftir svokallaðri „hraðtöflu“ en þá hitta kennarar í hverjum áfanga nemendahópa sína í 20 mínútur og þá verður farið yfir skipulag annarinnar. Kennslan eftir hraðtöflu hefst klukkan 8:30 á föstudag.

Ef það eru einhverjir sem eru að velta fyrir sér að fara í nám hvetjum við þá til að skoða námsframboð skólans og hægt er að sækja um nám hér. Best er að sækja um nám sem fyrst en skráningu á haustönnina lýkur 1. september.

Við hlökkum til að hittast á ný eftir sumarið og erum spennt fyrir nýrri önn.

Aðrar fréttir

Afreksíþróttasvið FAS á fleygiferð með nýjar áherslur

Afreksíþróttasvið FAS á fleygiferð með nýjar áherslur

Afreksíþróttasvið Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) hefur farið vel af stað eftir breytingar sem tóku gildi í upphafi skólaársins. Með nýju fyrirkomulagi hefur verið lögð rík áhersla á að efla nemendur með fjölbreyttum æfingum og fræðslu sem styðja við...

Styttist í lok annar

Styttist í lok annar

Undanfarna daga og vikur höfum við sífellt verið minnt á að það sé farið að styttast til jóla. Á sama tíma sjáum við að margir eru farnir að skreyta hús sín bæði að innan og utan með marglitum ljósum. Það er notalegt þegar daginn er tekið að stytta að hafa ljósin sem...

Nám í landvörslu við FAS

Nám í landvörslu við FAS

Í síðustu viku sögðum við frá því að það hefði náðst samkomulag um að halda áfram námi í fjallamennsku út skólaárið og fögnum við þeim áfanga. Á næstu vorönn verður í boði í fjallanáminu valáfangi sem heitir „Landvarsla“. FAS fékk fyrir stuttu staðfest leyfi...