Skólastarf haustannar hefst fimmtudaginn 24. ágúst næstkomandi þegar skólinn verður settur í fyrirlestrasal Nýheima klukkan 10. Að lokinni skólasetningu hitta nemendur umsjónarkennara sína og það verður farið yfir það mikilvægasta í skólastarfinu fram undan.
Þann 25. ágúst verður kennt eftir svokallaðri „hraðtöflu“ en þá hitta kennarar í hverjum áfanga nemendahópa sína í 20 mínútur og þá verður farið yfir skipulag annarinnar. Kennslan eftir hraðtöflu hefst klukkan 8:30 á föstudag.
Ef það eru einhverjir sem eru að velta fyrir sér að fara í nám hvetjum við þá til að skoða námsframboð skólans og hægt er að sækja um nám hér. Best er að sækja um nám sem fyrst en skráningu á haustönnina lýkur 1. september.
Við hlökkum til að hittast á ný eftir sumarið og erum spennt fyrir nýrri önn.