Sumarfrí og upphaf haustannar

20.jún.2023

Nú er störfum síðasta skólaárs að ljúka og starfsfólk farið í sumarfrí. Skrifstofa skólans opnar aftur miðvikudaginn 9. ágúst.

Ef einhverjir eru að velta fyrir sér að fara í nám í haust er hægt að skoða upplýsingar um námsframboð á vef skólans og þar er einnig hægt að sækja um nám. Það er hægt að hafa samband við Lind skólameistara í sumarfríinu ef erindið er brýnt (lind@fas.is og 615 32 09).

Við vonum að allir eigi gott og gefandi sumar.

Aðrar fréttir

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...

Skyndihjálparnámskeið hjá fjallamennskunemendum

Skyndihjálparnámskeið hjá fjallamennskunemendum

Síðasta áfanganum hjá öðru árinu í fjallamennskunámi FAS lauk núna í lok nóvember. Áfanginn sem var kenndur á Höfn kallast Fyrsta hjálp í óbyggðum og er 8 daga fagnámskeið í fyrstu hjálp sem býr nemendur undir það að geta metið og sinnt bráðum tilfellum í óbyggðum og...