Það er heldur betur nóg um að vera hjá nemendum í þessari viku. Í síðustu viku vann Gettu betur lið FAS lið MK og komst þar með í aðra umferð. Næsta viðureign fer fram annað kvöld, miðvikudagskvöld 20. janúar. Þá keppir liðið við lið Menntaskólans við Sund og hefst keppnin klukkan 20:30. Að sjálfsögðu er hægt að hlusta á RÁS2 en liðinu þykir ekki verra að fá stuðning í sal Nýheima þar sem okkar lið verður staðsett. Þá er þó mikilvægt að mæta tímanlega í Nýheima.
Á föstudag heldur svo MORFÍs lið FAS á Selfoss og mætir þar liði FSU klukkan 19:00. Umræðuefnið er frelsi og keppast nú liðin við að undirbúa sig. Viðureigninni verður streymt á netinu þannig að hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu. Slóðin verður birt skömmu fyrir keppni og verður sett á fésbókarsíðu nemendafélagsins.
Á fimmtudagskvöldið 21. janúar stendur svo Viðburðaklúbbur FAS fyrir bingói í Nýheimum og hefst það klukkan 19:30. Spjaldið kostar 500 krónur og margt góðra vinninga er í boði. Með bingóinu er klúbburinn að safna pening fyrir árshátíð skólans sem verður í næsta mánuði.
Það má því með sanni segja að það sé mikið um að vera hjá nemendum FAS þessa vikuna. Að sjálfsögðu vonum við að allt heppnist sem best.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...