Gettu betur, MORFÍs og bingó í þessari viku

19.jan.2016

gettubeturÞað er heldur betur nóg um að vera hjá nemendum í þessari viku. Í síðustu viku vann Gettu betur lið FAS lið MK og komst þar með í aðra umferð. Næsta viðureign fer fram annað kvöld, miðvikudagskvöld 20. janúar. Þá keppir liðið við lið Menntaskólans við Sund og hefst keppnin klukkan 20:30. Að sjálfsögðu er hægt að hlusta á RÁS2 en liðinu þykir ekki verra að fá stuðning í sal Nýheima þar sem okkar lið verður staðsett. Þá er þó mikilvægt að mæta tímanlega í Nýheima.
Á föstudag heldur svo MORFÍs lið FAS á Selfoss og mætir þar liði FSU klukkan 19:00. Umræðuefnið er frelsi og keppast nú liðin við að undirbúa sig. Viðureigninni verður streymt á netinu þannig að hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu. Slóðin verður birt skömmu fyrir keppni og verður sett á fésbókarsíðu nemendafélagsins.
Á fimmtudagskvöldið 21. janúar stendur svo Viðburðaklúbbur FAS fyrir bingói í Nýheimum og hefst það klukkan 19:30. Spjaldið kostar 500 krónur og margt góðra vinninga er í boði. Með bingóinu er klúbburinn að safna pening fyrir árshátíð skólans sem verður í næsta mánuði.
Það má því með sanni segja að það sé mikið um að vera hjá nemendum FAS þessa vikuna. Að sjálfsögðu vonum við að allt heppnist sem best.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...