MORFÍs lið FAS stóð sig vel á Selfossi

26.jan.2016

MORFÍsSelfossMORFÍs lið FAS keppti síðastliðið föstudagskvöld við lið FSU á Selfossi. Viðureignin var söguleg fyrir þær sakir að FAS hefur aldrei áður keppt í MORFÍs. Keppnin var skemmtileg og æsispennandi.
Heildarstigafjöldi í keppninni var 2400 stig og hafði lið FSU betur með aðeins 106 stigum sem þykir ekki mikill munur.
Alltaf er valinn ræðumaður kvöldsins og í þetta skiptið var það hún Ragnheiður, stuðningsmaður úr FSU með 461 stig og var hún ekki nema þremur stigum hærri en sá sem var í 2.sæti en það var hún Sunna Dögg úr FAS með 458 stig!
Tveir starfsmenn skólans fóru með liðinu suður og að auki fóru nokkrir nemendur sem mættu til að styðja krakkana. Eftir að hafa skoðað aðstöðuna í FSU og komið sér fyrir í skólastofu fóru allir og fengu sér dýrindis kvöldmat á Subway eða KFC. Eftir keppni fór svo allur hópurinn í Grímsnesið þar sem okkur hafði verið boðin gisting.
Ferðin tókst í alla staði mjög vel og við erum mjög stolt af liðinu okkar og treystum á að FAS muni héðan í frá taka þátt í MORFÍs á hverju ári.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...