MORFÍs lið FAS keppti síðastliðið föstudagskvöld við lið FSU á Selfossi. Viðureignin var söguleg fyrir þær sakir að FAS hefur aldrei áður keppt í MORFÍs. Keppnin var skemmtileg og æsispennandi.
Heildarstigafjöldi í keppninni var 2400 stig og hafði lið FSU betur með aðeins 106 stigum sem þykir ekki mikill munur.
Alltaf er valinn ræðumaður kvöldsins og í þetta skiptið var það hún Ragnheiður, stuðningsmaður úr FSU með 461 stig og var hún ekki nema þremur stigum hærri en sá sem var í 2.sæti en það var hún Sunna Dögg úr FAS með 458 stig!
Tveir starfsmenn skólans fóru með liðinu suður og að auki fóru nokkrir nemendur sem mættu til að styðja krakkana. Eftir að hafa skoðað aðstöðuna í FSU og komið sér fyrir í skólastofu fóru allir og fengu sér dýrindis kvöldmat á Subway eða KFC. Eftir keppni fór svo allur hópurinn í Grímsnesið þar sem okkur hafði verið boðin gisting.
Ferðin tókst í alla staði mjög vel og við erum mjög stolt af liðinu okkar og treystum á að FAS muni héðan í frá taka þátt í MORFÍs á hverju ári.
Hájöklaferð í fjallamennskunáminu
Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...