MORFÍs lið FAS stóð sig vel á Selfossi

26.jan.2016

MORFÍsSelfossMORFÍs lið FAS keppti síðastliðið föstudagskvöld við lið FSU á Selfossi. Viðureignin var söguleg fyrir þær sakir að FAS hefur aldrei áður keppt í MORFÍs. Keppnin var skemmtileg og æsispennandi.
Heildarstigafjöldi í keppninni var 2400 stig og hafði lið FSU betur með aðeins 106 stigum sem þykir ekki mikill munur.
Alltaf er valinn ræðumaður kvöldsins og í þetta skiptið var það hún Ragnheiður, stuðningsmaður úr FSU með 461 stig og var hún ekki nema þremur stigum hærri en sá sem var í 2.sæti en það var hún Sunna Dögg úr FAS með 458 stig!
Tveir starfsmenn skólans fóru með liðinu suður og að auki fóru nokkrir nemendur sem mættu til að styðja krakkana. Eftir að hafa skoðað aðstöðuna í FSU og komið sér fyrir í skólastofu fóru allir og fengu sér dýrindis kvöldmat á Subway eða KFC. Eftir keppni fór svo allur hópurinn í Grímsnesið þar sem okkur hafði verið boðin gisting.
Ferðin tókst í alla staði mjög vel og við erum mjög stolt af liðinu okkar og treystum á að FAS muni héðan í frá taka þátt í MORFÍs á hverju ári.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...