FAS komið í aðra umferð

15.jan.2016

gettubeturLiðið okkar í Gettu betur stóð sig aldeilis vel í gær þegar það vann lið Menntaskólans í Kópavogi. Lið FAS fékk 27 stig en MK 15. Þar með er lið FAS komið í aðra umferð og er það í fyrsta skipti í áratug sem FAS kemst áfram úr fyrstu umferð.
Eftir keppnina í gær var dregið í viðureignir í síðari umferð í útvarpi. Miðvikudaginn 20. janúar mun lið FAS mæta liði Menntaskólans við Sund og hefst keppnin klukkan 20:30. Að sjálfsögðu verður hægt að hlusta á viðureignina á RÁS2.
Að sjálfsögðu óskum við okkar fólki góðs gengis.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...