Liðið okkar í Gettu betur stóð sig aldeilis vel í gær þegar það vann lið Menntaskólans í Kópavogi. Lið FAS fékk 27 stig en MK 15. Þar með er lið FAS komið í aðra umferð og er það í fyrsta skipti í áratug sem FAS kemst áfram úr fyrstu umferð.
Eftir keppnina í gær var dregið í viðureignir í síðari umferð í útvarpi. Miðvikudaginn 20. janúar mun lið FAS mæta liði Menntaskólans við Sund og hefst keppnin klukkan 20:30. Að sjálfsögðu verður hægt að hlusta á viðureignina á RÁS2.
Að sjálfsögðu óskum við okkar fólki góðs gengis.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...