Klettaklifur í annarlok

11.maí.2023

Svínfellingarnir Dan og Íris ásamt Ólafi Þór kenndu áfangann Klifurval í maí. Nemendurnir voru spenntir að komast út að klifra á ný eftir veturinn.

Að þessu sinni hófst áfanginn á Höfn og svo var haldið út í klifurparadísina á Vestrahorni þar sem við fórum yfir ferli fjölspannaklifurs í leiðinni Námsbraut. Þann dag rigndi mikið og því var virkilega gott að komast í vöfflur og kaffi á kaffhúsinu í Vestrahorni.

Næsti dagur var í Svínafelli í Skjólgili en þar eru dótaklifurleiðir í stuðlabergi. Hér klifruðum við í sprungum og settum inn dótatryggingar. Í Káraskjóli í Freysnesi er klifurveggur sem Klifurfélag Öræfa á en hann nýtist okkur vel í fjallamennskunáminu. Þar er hægt að æfa klifurhreyfingar og línuvinnu sem er einstaklega gagnlegt á rigningardögum. Síðasta daginn var loksins þurrt á Hnappavöllum, stærsta klifursvæði landsins. Þar leiddu hér um bil allir nemendurnir klifurleiðir og komust vel af stað inn í klifursumarið.  

Takk kærlega fyrir samveruna kæru nemendur.  

 

Aðrar fréttir

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...

Rötun og útivist

Rötun og útivist

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og...

Íþróttavika Evrópu

Íþróttavika Evrópu

FAS hefur í mörg ár verið þátttakandi í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli og fjallar reglulega um margt sem stuðlar að betri heilsu og vellíðan. Frá árinu 2016 hefur sveitarfélagið okkar verið heilsueflandi og gerir á sama hátt margt til að bæta heilsu og...