Valdaskipti hjá nemendaráði

10.maí.2023

Það er orðin hefð í FAS að nýtt nemendaráð sé kosið á aðalfundi nemendafélagsins að vori. Sá fundur var haldinn 4. maí. Mæting á fundinn var ágæt og allt fór vel fram. Frambjóðendur til embætta voru; Anna Lára sem bauð sig fram sem forseta, Siggerður Egla bauð sig fram sem varaforseta og Helga Kristey bauð sig fram sem hagsmunafulltrúa skólans en sá fulltrúi er jafnframt tengiliður við SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanema). Ekkert mótframboð barst og því voru frambjóðendur sjálfkjörnir.

Í dag var komið að valdaskiptum nemendaráða. Það voru þau Dagmar, Júlíana og Filip sem afhentu völdin til nýs nemendaráðs og var það gert á táknrænan hátt með lyklaskiptum að herbergi nemendaráðs í skólanum.
Við þökkum fráfarandi ráði fyrir vinnuna í vetur og bjóðum nýtt nemendaráð velkomið. Jafnframt hlökkum við til að sjá starfið á komandi skólaári.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...