Vinnufundur PEAK í FAS

12.maí.2023

Í vikunni lauk tveggja daga vinnufundi samstarfsaðila FAS í Erasmus+ nýsköpunarverkefninu PEAK sem áður hefur verið greint frá hér á síðu skólans. Til að rifja stuttlega upp tilgang verkefnisins þá er hann að vinna námsefni fyrir bæði leiðbeinendur og kennara ungra frumkvöðla í fjallahéruðum og dreifðum byggðum, sem og fyrir frumkvöðlana sjálfa. Verkefnavinna sem þessi er liður í starfi FAS við að efla og hlúa að almennri menntun í nærsamfélagi sínu.

Það líður senn að lokum PEAK verkefnisins sem hefur staðið yfir í rúmlega þrjú ár, en því lýkur formlega 31. júlí n.k. Þessi fundur var sá síðasti þar sem samstarfsaðilarnir hittast í raunheimum en þeir sem mættu til Hafnar komu frá Skotlandi, Ítalíu og Grikklandi. Auk ferðalanganna tóku samstarfsaðilar frá Grikklandi, Írlandi og Norður-Írlandi þátt í vinnufundinum í gegnum netið.

Gestirnir dreifðu sér á milli nokkurra af okkar góðu gististöðum á meðan á dvöl þeirra stóð. Þeir unnu sína vinnu í FAS, nærðu sig m.a. hjá Lindu í mötuneyti skólans og kynntu sér starfsemi Nýheima og Vöruhússins þar sem Fab Lab-ið vakti mikla lukku. Þeir fengu auk þess stutta söguferð um bæinn og litu inn á bæði Pakkhúsið og Ottó. Gestunum fannst við búa mjög vel að öllu leyti og sérstaklega fannst þeim magnað að við hefðum svona glæsilega Fab Lab starfsstöð í okkar litla samfélagi.

Afurðir PEAK eru teknar að birtast á heimasíðu þess; https://www.peakentrepreneurs.eu/ og eru allir hvattir til að líta þangað inn og kynna sér áhugavert stuðningsefni fyrir frjóa einstaklinga sem áhuga hafa á nýsköpun og frumkvöðlavinnu. Síðan er enn í vinnslu en meira efni mun bætast inn á hana á komandi vikum. Auk heimasíðunnar er PEAK verkefnið einnig á samfélagsmiðlum en þeir eru einnig í  vinnslu á þessari stundu:

YouTube: https://www.youtube.com/@peakentrepreneurs2892/videos

TikTok: https://www.tiktok.com/@peakentrepreneurs

Instagram: https://www.instagram.com/peak.entrepreneurs/

Facebook: https://www.facebook.com/PeakEntrepreneurs

Í verkefninu segja ungir frumkvöðlar allra samstarfslandanna m.a. frá sinni reynslu af því að fá hugmyndir að atvinnumöguleikum og að hrinda þeim í framkvæmd. Saga þeirra birtist í stuttum myndböndum á heimasíðunni. Lesendur þessarar fréttar gæru verið sérstaklega áhugasamir að kynna sér hvað íslensku frumkvöðlarnir höfðu að segja, en myndböndin þeirra er að finna hér (https://www.peakentrepreneurs.eu/youth-entrepreneurs-video-showcase/#iceland)

Kynningarráðstefna verður haldin í Nýheimum í lok júní þar sem verkefnið verður kynnt formlega og sumt af efni þess prufukeyrt. Er það von undirritaðrar að sem flestir mæti á þá ráðstefnu og taki þátt. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.

Verkefnastjóri PEAK á Íslandi, Hulda L. Hauksdóttir

 

Aðrar fréttir

Skuggakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði

Skuggakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði

Það hefur líklegast ekki farið fram hjá mörgum að um næstu helgi á að kjósa til Alþingis. Allir þeir sem eru orðnir 18 ára og hafa íslenskt ríkisfang mega kjósa. Margir væntanlegir kjósendur eru þó farnir að velta fyrir sér hvar þeirra pólitísku áherslur liggi og...

Afreksíþróttasvið FAS á fleygiferð með nýjar áherslur

Afreksíþróttasvið FAS á fleygiferð með nýjar áherslur

Afreksíþróttasvið Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) hefur farið vel af stað eftir breytingar sem tóku gildi í upphafi skólaársins. Með nýju fyrirkomulagi hefur verið lögð rík áhersla á að efla nemendur með fjölbreyttum æfingum og fræðslu sem styðja við...

Styttist í lok annar

Styttist í lok annar

Undanfarna daga og vikur höfum við sífellt verið minnt á að það sé farið að styttast til jóla. Á sama tíma sjáum við að margir eru farnir að skreyta hús sín bæði að innan og utan með marglitum ljósum. Það er notalegt þegar daginn er tekið að stytta að hafa ljósin sem...