Vinnufundur PEAK í FAS

12.maí.2023

Í vikunni lauk tveggja daga vinnufundi samstarfsaðila FAS í Erasmus+ nýsköpunarverkefninu PEAK sem áður hefur verið greint frá hér á síðu skólans. Til að rifja stuttlega upp tilgang verkefnisins þá er hann að vinna námsefni fyrir bæði leiðbeinendur og kennara ungra frumkvöðla í fjallahéruðum og dreifðum byggðum, sem og fyrir frumkvöðlana sjálfa. Verkefnavinna sem þessi er liður í starfi FAS við að efla og hlúa að almennri menntun í nærsamfélagi sínu.

Það líður senn að lokum PEAK verkefnisins sem hefur staðið yfir í rúmlega þrjú ár, en því lýkur formlega 31. júlí n.k. Þessi fundur var sá síðasti þar sem samstarfsaðilarnir hittast í raunheimum en þeir sem mættu til Hafnar komu frá Skotlandi, Ítalíu og Grikklandi. Auk ferðalanganna tóku samstarfsaðilar frá Grikklandi, Írlandi og Norður-Írlandi þátt í vinnufundinum í gegnum netið.

Gestirnir dreifðu sér á milli nokkurra af okkar góðu gististöðum á meðan á dvöl þeirra stóð. Þeir unnu sína vinnu í FAS, nærðu sig m.a. hjá Lindu í mötuneyti skólans og kynntu sér starfsemi Nýheima og Vöruhússins þar sem Fab Lab-ið vakti mikla lukku. Þeir fengu auk þess stutta söguferð um bæinn og litu inn á bæði Pakkhúsið og Ottó. Gestunum fannst við búa mjög vel að öllu leyti og sérstaklega fannst þeim magnað að við hefðum svona glæsilega Fab Lab starfsstöð í okkar litla samfélagi.

Afurðir PEAK eru teknar að birtast á heimasíðu þess; https://www.peakentrepreneurs.eu/ og eru allir hvattir til að líta þangað inn og kynna sér áhugavert stuðningsefni fyrir frjóa einstaklinga sem áhuga hafa á nýsköpun og frumkvöðlavinnu. Síðan er enn í vinnslu en meira efni mun bætast inn á hana á komandi vikum. Auk heimasíðunnar er PEAK verkefnið einnig á samfélagsmiðlum en þeir eru einnig í  vinnslu á þessari stundu:

YouTube: https://www.youtube.com/@peakentrepreneurs2892/videos

TikTok: https://www.tiktok.com/@peakentrepreneurs

Instagram: https://www.instagram.com/peak.entrepreneurs/

Facebook: https://www.facebook.com/PeakEntrepreneurs

Í verkefninu segja ungir frumkvöðlar allra samstarfslandanna m.a. frá sinni reynslu af því að fá hugmyndir að atvinnumöguleikum og að hrinda þeim í framkvæmd. Saga þeirra birtist í stuttum myndböndum á heimasíðunni. Lesendur þessarar fréttar gæru verið sérstaklega áhugasamir að kynna sér hvað íslensku frumkvöðlarnir höfðu að segja, en myndböndin þeirra er að finna hér (https://www.peakentrepreneurs.eu/youth-entrepreneurs-video-showcase/#iceland)

Kynningarráðstefna verður haldin í Nýheimum í lok júní þar sem verkefnið verður kynnt formlega og sumt af efni þess prufukeyrt. Er það von undirritaðrar að sem flestir mæti á þá ráðstefnu og taki þátt. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.

Verkefnastjóri PEAK á Íslandi, Hulda L. Hauksdóttir

 

Aðrar fréttir

Lokamat framundan

Lokamat framundan

Þessa dagana eru nemendur á fullu að leggja lokahönd á verkefni annarinnar en síðasti kennsludagur er fimmtudagurinn 7. desember. Strax á föstudag hefst síðan lokamat þar sem hver nemandi og kennari hittast og fara yfir það sem hefur áunnist á síðustu mánuðum. Lokamat...

Fyrsta hjálp í fjallamennskunáminu

Fyrsta hjálp í fjallamennskunáminu

Kennsla í fyrstu hjálpar áfanga var haldin á Höfn helgina 17. - 20. nóvember. Það voru fjórir dagar af verklegri kennslu, umræðum, æfingum, fyrirlestrum og fleiru sem nýst getur verðandi leiðsögumönnum í fjallamennskunámi FAS. Meðal áhersluatriða voru slys, ofkæling,...

Nýheimar fá jólaupplyftingu

Nýheimar fá jólaupplyftingu

Nú er að ganga í hönd sá tími ársins þegar dagar eru hvað stystir og myrkur sem mest. Því er upplagt að finna til það sem kætir og léttir lund. Öll getum við verið sammála um það að litlu ljósin marglitu og skær geti verið gleðiauki. Á efri hæðinni í Nýheimum var...