Lokaverkefni og vorhátíð

09.maí.2023

Það var sannarlega mikið um að vera í FAS í dag og má segja að það hafi verið nokkurs konar uppskeruhátíð. Eftir hádegi kynntu væntanleg útskriftarefni lokaverkefni sín. Þær kynningar voru fjölbreyttar og gengu ljómandi vel. Okkur í FAS finnst mikilvægt að nemendur læri að standa fyrir framan hóp segja frá vinnu sinni og verkum.

Síðdegis hófst svo „Vorhátíð“ þar sem allir sem vildu gátu komið og kynnt sér fjölbreytta vinnu nemenda. Sýningar list- og verkgreina skipuðu stærstan sess en það voru líka dæmi um vinnu nemenda úr öðrum áföngum. Þegar boðið er til hátíðar er auðvitað boðið upp á hressingu. Það var gaman að sjá gestina rölta um efri hæðina og virða fyrir sér og jafnvel hlusta á verk nemenda. Takk öll fyrir komuna.

Á morgun, 10. maí er síðasti kennsludagur og lokamatsviðtöl hefjast svo á fimmtudag.

Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkur af þeim verkefnum sem voru á sýningunni.

 

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...