Lokaverkefni og vorhátíð

09.maí.2023

Það var sannarlega mikið um að vera í FAS í dag og má segja að það hafi verið nokkurs konar uppskeruhátíð. Eftir hádegi kynntu væntanleg útskriftarefni lokaverkefni sín. Þær kynningar voru fjölbreyttar og gengu ljómandi vel. Okkur í FAS finnst mikilvægt að nemendur læri að standa fyrir framan hóp segja frá vinnu sinni og verkum.

Síðdegis hófst svo „Vorhátíð“ þar sem allir sem vildu gátu komið og kynnt sér fjölbreytta vinnu nemenda. Sýningar list- og verkgreina skipuðu stærstan sess en það voru líka dæmi um vinnu nemenda úr öðrum áföngum. Þegar boðið er til hátíðar er auðvitað boðið upp á hressingu. Það var gaman að sjá gestina rölta um efri hæðina og virða fyrir sér og jafnvel hlusta á verk nemenda. Takk öll fyrir komuna.

Á morgun, 10. maí er síðasti kennsludagur og lokamatsviðtöl hefjast svo á fimmtudag.

Á meðfylgjandi myndum má sjá nokkur af þeim verkefnum sem voru á sýningunni.

 

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...