Útskriftarnemendur sprella

05.maí.2023

Það var aðeins öðruvísi að koma í Nýheima í dag en flesta aðra morgna. Ástæðan var sú að nokkrir af væntanlegum útskriftarnemendum höfðu hertekið húsið og „skreytt“ að eigin vild. Leiðin upp stigann á efri hæðina var orðin hálfgerð þrautabraut og víða var búið að hengja upp litlar myndasögur með því sem þeim finnst einkenna skólalífið. Að auki tóku þau á móti öðrum nemendum með tónlist og dansi og einhverjir fengu smá bunu úr vatnsbyssu. Með þessu sprelli vilja þau kveðja skólann sinn.

Í mörg ár hefur það tíðkast að væntanlegur útskriftarhópur og kennarar borði saman morgunverð áður en kennslu lýkur og svo var einnig nú. Linda okkar töfraði fram dýrinds kræsingar sem voru gerð góð skil. Við þetta tækifæri var líka skólasöngur FAS æfður sem verður sunginn eins og venjulega við útskrift, þann 20. maí.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...