Útskriftarnemendur sprella

05.maí.2023

Það var aðeins öðruvísi að koma í Nýheima í dag en flesta aðra morgna. Ástæðan var sú að nokkrir af væntanlegum útskriftarnemendum höfðu hertekið húsið og „skreytt“ að eigin vild. Leiðin upp stigann á efri hæðina var orðin hálfgerð þrautabraut og víða var búið að hengja upp litlar myndasögur með því sem þeim finnst einkenna skólalífið. Að auki tóku þau á móti öðrum nemendum með tónlist og dansi og einhverjir fengu smá bunu úr vatnsbyssu. Með þessu sprelli vilja þau kveðja skólann sinn.

Í mörg ár hefur það tíðkast að væntanlegur útskriftarhópur og kennarar borði saman morgunverð áður en kennslu lýkur og svo var einnig nú. Linda okkar töfraði fram dýrinds kræsingar sem voru gerð góð skil. Við þetta tækifæri var líka skólasöngur FAS æfður sem verður sunginn eins og venjulega við útskrift, þann 20. maí.

Aðrar fréttir

Gengið um Víknaslóðir

Gengið um Víknaslóðir

Vel lukkuðum rötunar- og útivistaráfanga í fjallanámi FAS lauk fyrr í þessum mánuði. Þar fengu nemendur að spreyta sig í undirbúningi og framkvæmd á fjögurra daga göngu í óbyggðum. Ferðinni var heitið á Víknaslóðir þar sem gengnir voru ýmsir slóðar frá Borgarfirði til...

Jákvæð samskipti í FAS

Jákvæð samskipti í FAS

Þessa vikuna stendur yfir íþróttavika í sveitarfélaginu okkar. Markmiðið með íþróttavikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir alla og er lögð áhersla á allir geti stundað einhvers konar íþróttir. Þar skiptir aldur, bakgrunnur eða líkamlegt ástand ekki máli. Það...

Jökla 2 AIMG námskeið

Jökla 2 AIMG námskeið

Þrír nemendur Fjallamennsku FAS stóðust á dögunum próf Félags Íslenskra Fjallaleiðsögumanna í Jöklaleiðsögn 2. Þetta var annað af þremur prófum sem hægt er að taka á þessu sviði og það síðasta sem boðið er upp á fyrir nemendur FAS. Einungis þeir nemendur sem hafa...