Útskriftarnemendur sprella

05.maí.2023

Það var aðeins öðruvísi að koma í Nýheima í dag en flesta aðra morgna. Ástæðan var sú að nokkrir af væntanlegum útskriftarnemendum höfðu hertekið húsið og „skreytt“ að eigin vild. Leiðin upp stigann á efri hæðina var orðin hálfgerð þrautabraut og víða var búið að hengja upp litlar myndasögur með því sem þeim finnst einkenna skólalífið. Að auki tóku þau á móti öðrum nemendum með tónlist og dansi og einhverjir fengu smá bunu úr vatnsbyssu. Með þessu sprelli vilja þau kveðja skólann sinn.

Í mörg ár hefur það tíðkast að væntanlegur útskriftarhópur og kennarar borði saman morgunverð áður en kennslu lýkur og svo var einnig nú. Linda okkar töfraði fram dýrinds kræsingar sem voru gerð góð skil. Við þetta tækifæri var líka skólasöngur FAS æfður sem verður sunginn eins og venjulega við útskrift, þann 20. maí.

Aðrar fréttir

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...