Útskriftarnemendur sprella

05.maí.2023

Það var aðeins öðruvísi að koma í Nýheima í dag en flesta aðra morgna. Ástæðan var sú að nokkrir af væntanlegum útskriftarnemendum höfðu hertekið húsið og „skreytt“ að eigin vild. Leiðin upp stigann á efri hæðina var orðin hálfgerð þrautabraut og víða var búið að hengja upp litlar myndasögur með því sem þeim finnst einkenna skólalífið. Að auki tóku þau á móti öðrum nemendum með tónlist og dansi og einhverjir fengu smá bunu úr vatnsbyssu. Með þessu sprelli vilja þau kveðja skólann sinn.

Í mörg ár hefur það tíðkast að væntanlegur útskriftarhópur og kennarar borði saman morgunverð áður en kennslu lýkur og svo var einnig nú. Linda okkar töfraði fram dýrinds kræsingar sem voru gerð góð skil. Við þetta tækifæri var líka skólasöngur FAS æfður sem verður sunginn eins og venjulega við útskrift, þann 20. maí.

Aðrar fréttir

Skuggakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði

Skuggakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði

Það hefur líklegast ekki farið fram hjá mörgum að um næstu helgi á að kjósa til Alþingis. Allir þeir sem eru orðnir 18 ára og hafa íslenskt ríkisfang mega kjósa. Margir væntanlegir kjósendur eru þó farnir að velta fyrir sér hvar þeirra pólitísku áherslur liggi og...

Afreksíþróttasvið FAS á fleygiferð með nýjar áherslur

Afreksíþróttasvið FAS á fleygiferð með nýjar áherslur

Afreksíþróttasvið Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) hefur farið vel af stað eftir breytingar sem tóku gildi í upphafi skólaársins. Með nýju fyrirkomulagi hefur verið lögð rík áhersla á að efla nemendur með fjölbreyttum æfingum og fræðslu sem styðja við...

Styttist í lok annar

Styttist í lok annar

Undanfarna daga og vikur höfum við sífellt verið minnt á að það sé farið að styttast til jóla. Á sama tíma sjáum við að margir eru farnir að skreyta hús sín bæði að innan og utan með marglitum ljósum. Það er notalegt þegar daginn er tekið að stytta að hafa ljósin sem...