Námsferð til Tyrklands

05.maí.2023

Við höfum áður sagt frá „Rare routes“ samstarfsverkefninu um ábyrga ferðaþjónustu sem er í samstarfi við skóla í Tyrklandi og á Ítalíu. Fyrir áramót fóru fjórir kennarar úr fjallanáminu og eftir áramót komu aðilar úr samstarfsskólunum í heimsókn til Íslands.

Í síðustu viku apríl var komið að næsta viðburði sem að þessu sinni var í Cappadokiu í Tyrklandi og voru það þrír nemendur og tveir kennarar sem fóru í þá ferð. Komið var á áfangastað á aðfaranótt mánudags eftir langt ferðalag en farið var af stað frá FAS laugardaginn 23. apríl. Dagskrá hófst strax á mánudeginum. Meðan dvalið var ytra var farið á marga staði, m.a. í söfn, moskur og frumkirkjur. Menningin var mjög framandi og margt nýtt að sjá. Saga svæðisins er mikil og löng. Á einu safninu heyrðum við sögu um sykurkar en hún er þannig að ef strákur vildi gifta sig stúlku þá varð hann að búa til sykurkar með loki sem passaði, annars var hann ekki talinn þess verðugur að gifta sig.

Ferðin gekk ljómandi vel og nemendurnir allir sem voru í ferðinni frábærir. Kennarar eru með frá öllum löndunum þremur. Ferðalagið heim var langt en hópurinn kom aftur til Hafnar sunnudaginn 30 apríl reynslunni ríkari.

Aðrar fréttir

Skuggakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði

Skuggakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði

Það hefur líklegast ekki farið fram hjá mörgum að um næstu helgi á að kjósa til Alþingis. Allir þeir sem eru orðnir 18 ára og hafa íslenskt ríkisfang mega kjósa. Margir væntanlegir kjósendur eru þó farnir að velta fyrir sér hvar þeirra pólitísku áherslur liggi og...

Afreksíþróttasvið FAS á fleygiferð með nýjar áherslur

Afreksíþróttasvið FAS á fleygiferð með nýjar áherslur

Afreksíþróttasvið Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) hefur farið vel af stað eftir breytingar sem tóku gildi í upphafi skólaársins. Með nýju fyrirkomulagi hefur verið lögð rík áhersla á að efla nemendur með fjölbreyttum æfingum og fræðslu sem styðja við...

Styttist í lok annar

Styttist í lok annar

Undanfarna daga og vikur höfum við sífellt verið minnt á að það sé farið að styttast til jóla. Á sama tíma sjáum við að margir eru farnir að skreyta hús sín bæði að innan og utan með marglitum ljósum. Það er notalegt þegar daginn er tekið að stytta að hafa ljósin sem...