Námsferð til Tyrklands

05.maí.2023

Við höfum áður sagt frá „Rare routes“ samstarfsverkefninu um ábyrga ferðaþjónustu sem er í samstarfi við skóla í Tyrklandi og á Ítalíu. Fyrir áramót fóru fjórir kennarar úr fjallanáminu og eftir áramót komu aðilar úr samstarfsskólunum í heimsókn til Íslands.

Í síðustu viku apríl var komið að næsta viðburði sem að þessu sinni var í Cappadokiu í Tyrklandi og voru það þrír nemendur og tveir kennarar sem fóru í þá ferð. Komið var á áfangastað á aðfaranótt mánudags eftir langt ferðalag en farið var af stað frá FAS laugardaginn 23. apríl. Dagskrá hófst strax á mánudeginum. Meðan dvalið var ytra var farið á marga staði, m.a. í söfn, moskur og frumkirkjur. Menningin var mjög framandi og margt nýtt að sjá. Saga svæðisins er mikil og löng. Á einu safninu heyrðum við sögu um sykurkar en hún er þannig að ef strákur vildi gifta sig stúlku þá varð hann að búa til sykurkar með loki sem passaði, annars var hann ekki talinn þess verðugur að gifta sig.

Ferðin gekk ljómandi vel og nemendurnir allir sem voru í ferðinni frábærir. Kennarar eru með frá öllum löndunum þremur. Ferðalagið heim var langt en hópurinn kom aftur til Hafnar sunnudaginn 30 apríl reynslunni ríkari.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...