Námsferð til Tyrklands

05.maí.2023

Við höfum áður sagt frá „Rare routes“ samstarfsverkefninu um ábyrga ferðaþjónustu sem er í samstarfi við skóla í Tyrklandi og á Ítalíu. Fyrir áramót fóru fjórir kennarar úr fjallanáminu og eftir áramót komu aðilar úr samstarfsskólunum í heimsókn til Íslands.

Í síðustu viku apríl var komið að næsta viðburði sem að þessu sinni var í Cappadokiu í Tyrklandi og voru það þrír nemendur og tveir kennarar sem fóru í þá ferð. Komið var á áfangastað á aðfaranótt mánudags eftir langt ferðalag en farið var af stað frá FAS laugardaginn 23. apríl. Dagskrá hófst strax á mánudeginum. Meðan dvalið var ytra var farið á marga staði, m.a. í söfn, moskur og frumkirkjur. Menningin var mjög framandi og margt nýtt að sjá. Saga svæðisins er mikil og löng. Á einu safninu heyrðum við sögu um sykurkar en hún er þannig að ef strákur vildi gifta sig stúlku þá varð hann að búa til sykurkar með loki sem passaði, annars var hann ekki talinn þess verðugur að gifta sig.

Ferðin gekk ljómandi vel og nemendurnir allir sem voru í ferðinni frábærir. Kennarar eru með frá öllum löndunum þremur. Ferðalagið heim var langt en hópurinn kom aftur til Hafnar sunnudaginn 30 apríl reynslunni ríkari.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...