Námsferð til Tyrklands

05.maí.2023

Við höfum áður sagt frá „Rare routes“ samstarfsverkefninu um ábyrga ferðaþjónustu sem er í samstarfi við skóla í Tyrklandi og á Ítalíu. Fyrir áramót fóru fjórir kennarar úr fjallanáminu og eftir áramót komu aðilar úr samstarfsskólunum í heimsókn til Íslands.

Í síðustu viku apríl var komið að næsta viðburði sem að þessu sinni var í Cappadokiu í Tyrklandi og voru það þrír nemendur og tveir kennarar sem fóru í þá ferð. Komið var á áfangastað á aðfaranótt mánudags eftir langt ferðalag en farið var af stað frá FAS laugardaginn 23. apríl. Dagskrá hófst strax á mánudeginum. Meðan dvalið var ytra var farið á marga staði, m.a. í söfn, moskur og frumkirkjur. Menningin var mjög framandi og margt nýtt að sjá. Saga svæðisins er mikil og löng. Á einu safninu heyrðum við sögu um sykurkar en hún er þannig að ef strákur vildi gifta sig stúlku þá varð hann að búa til sykurkar með loki sem passaði, annars var hann ekki talinn þess verðugur að gifta sig.

Ferðin gekk ljómandi vel og nemendurnir allir sem voru í ferðinni frábærir. Kennarar eru með frá öllum löndunum þremur. Ferðalagið heim var langt en hópurinn kom aftur til Hafnar sunnudaginn 30 apríl reynslunni ríkari.

Aðrar fréttir

Gengið um Víknaslóðir

Gengið um Víknaslóðir

Vel lukkuðum rötunar- og útivistaráfanga í fjallanámi FAS lauk fyrr í þessum mánuði. Þar fengu nemendur að spreyta sig í undirbúningi og framkvæmd á fjögurra daga göngu í óbyggðum. Ferðinni var heitið á Víknaslóðir þar sem gengnir voru ýmsir slóðar frá Borgarfirði til...

Jákvæð samskipti í FAS

Jákvæð samskipti í FAS

Þessa vikuna stendur yfir íþróttavika í sveitarfélaginu okkar. Markmiðið með íþróttavikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir alla og er lögð áhersla á allir geti stundað einhvers konar íþróttir. Þar skiptir aldur, bakgrunnur eða líkamlegt ástand ekki máli. Það...

Jökla 2 AIMG námskeið

Jökla 2 AIMG námskeið

Þrír nemendur Fjallamennsku FAS stóðust á dögunum próf Félags Íslenskra Fjallaleiðsögumanna í Jöklaleiðsögn 2. Þetta var annað af þremur prófum sem hægt er að taka á þessu sviði og það síðasta sem boðið er upp á fyrir nemendur FAS. Einungis þeir nemendur sem hafa...