Kayakróður í fjallanáminu

02.maí.2023

Kayak áfangi Fjallamennskunámsins fór fram í apríl. Áfanginn var tvískiptur og fengu báðir hópar að kljást við krefjandi en skemmtilegt umhverfi á sjó milli Hafnar og Berufjarðar. Í heildina voru þetta fjórir verklegir dagar þar sem gist var eina nótt í tjaldi út í feltinu.

Í áfanganum voru tekin fyrir fjölbreytt verkefni sem snéru að því að veita nemendum þá grunnþekkingu og reynslu sem þarf til að geta ferðast með öðrum á sjó og skipulagt ferðir á eigin vegum. Nemendur spreyttu sig meðal annars í félagabjörgun, leiðavali, hópastjórnun og skipulagningu lengri ferða ásamt því að róa í mismunandi straumum og öldum.

Kayakróður verður sífellt vinsælli afþreying á Íslandi og atvinnutengdir möguleikar margir, bæði í kringum Höfn sem og annars staðar. Mikilvægt er að leggja grunninn að faglegri uppbyggingu á þessari vaxandi atvinnugrein og er þetta liður í þeirri vegferð. Kennarar voru: Guðni Páll Viktorsson, Anula Jochym og Tómas Eldjárn Vilhjálmsson.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...