Hreint umhverfi – fagurt umhverfi

27.apr.2023

Seinni hluta apríl eru margir sem huga að því að fegra umhverfið og snurfusa fyrir sumarið með því að tína drasl í nánasta umhverfi. Í dag fyrir hádegi var komið að árlegum umhverfisdegi Nýheima og ráðhúss þar sem allir íbúar húsanna leggja sitt af mörkum til að fegra umhverfið. Það er alls konar rusl sem þarf að tína, þá eru einhverjir að skafa upp tyggjóklessur þeirra sem enn viðhafa þann leiða sið að spýta herlegheitunum út úr sér þar sem þeir standa. Og svo voru einhverjir í því að sópa stéttir og hreinsa mosa á milli gangstéttarhellna. Það má svo sannarlega segja að margar hendur vinni létt verk.

Í hádeginu verður svo efnt til mikillar hamborgaraveislu fyrir alla þá sem hafa lagt sitt af mörkum á umhverfisdeginum.

Við viljum líka minna á að á sunnudaginn, 30. apríl er stóri plokkdagurinn þar sem allir eru hvattir til að líta í kringum sig og tína rusl. Saman getum við gert svo margt og flestir eru sammála um að okkur líði betur þar sem er hreint og fínt.

Við viljum líka minna á að á sunnudaginn, 30. apríl er stóri plokkdagurinn þar sem allir eru hvattir til að líta í kringum sig og tína rusl.

Aðrar fréttir

Skuggakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði

Skuggakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði

Það hefur líklegast ekki farið fram hjá mörgum að um næstu helgi á að kjósa til Alþingis. Allir þeir sem eru orðnir 18 ára og hafa íslenskt ríkisfang mega kjósa. Margir væntanlegir kjósendur eru þó farnir að velta fyrir sér hvar þeirra pólitísku áherslur liggi og...

Afreksíþróttasvið FAS á fleygiferð með nýjar áherslur

Afreksíþróttasvið FAS á fleygiferð með nýjar áherslur

Afreksíþróttasvið Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) hefur farið vel af stað eftir breytingar sem tóku gildi í upphafi skólaársins. Með nýju fyrirkomulagi hefur verið lögð rík áhersla á að efla nemendur með fjölbreyttum æfingum og fræðslu sem styðja við...

Styttist í lok annar

Styttist í lok annar

Undanfarna daga og vikur höfum við sífellt verið minnt á að það sé farið að styttast til jóla. Á sama tíma sjáum við að margir eru farnir að skreyta hús sín bæði að innan og utan með marglitum ljósum. Það er notalegt þegar daginn er tekið að stytta að hafa ljósin sem...