Hreint umhverfi – fagurt umhverfi

27.apr.2023

Seinni hluta apríl eru margir sem huga að því að fegra umhverfið og snurfusa fyrir sumarið með því að tína drasl í nánasta umhverfi. Í dag fyrir hádegi var komið að árlegum umhverfisdegi Nýheima og ráðhúss þar sem allir íbúar húsanna leggja sitt af mörkum til að fegra umhverfið. Það er alls konar rusl sem þarf að tína, þá eru einhverjir að skafa upp tyggjóklessur þeirra sem enn viðhafa þann leiða sið að spýta herlegheitunum út úr sér þar sem þeir standa. Og svo voru einhverjir í því að sópa stéttir og hreinsa mosa á milli gangstéttarhellna. Það má svo sannarlega segja að margar hendur vinni létt verk.

Í hádeginu verður svo efnt til mikillar hamborgaraveislu fyrir alla þá sem hafa lagt sitt af mörkum á umhverfisdeginum.

Við viljum líka minna á að á sunnudaginn, 30. apríl er stóri plokkdagurinn þar sem allir eru hvattir til að líta í kringum sig og tína rusl. Saman getum við gert svo margt og flestir eru sammála um að okkur líði betur þar sem er hreint og fínt.

Við viljum líka minna á að á sunnudaginn, 30. apríl er stóri plokkdagurinn þar sem allir eru hvattir til að líta í kringum sig og tína rusl.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...