Nemendur á ferð og flugi

20.apr.2023

Það má sannarlega segja að margir nemendur FAS séu á ferð og flugi þessa dagana. Í þessari viku eru 10 nemendur í Vaala í Finnlandi. Þeir taka þátt í verkefninu Geoheritage, culture and sustainable communities in rural areas in Finland, Iceland and Norway. Þetta er síðasta heimsóknin í þriggja ára verkefni þar sem er verið að vinna með ákveðin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Að þessu sinni er unnið með heimsmarkmið 7 sem fjallar um sjálfbæra orku. Hægt er að fylgjast með heimsókninni á https://geoheritage.fas.is/. Í dag og á morgun vinna nemendur úr þeim upplýsingum sem hefur verið safnað fyrri hluta vikunnar.

Í næstu viku verða svo þrír nemendur í Tyrklandi en þeir taka þátt í Erasmus+ verkefninu Rare routes. Þá eru nemendur í fjallamennsku að ferðast um jökla Íslands þessa dagana. Við vonum að allar þessar ferðir gangi sem best og allir komi heim reynslunni ríkari.

Gleðilegt sumar öll. Það er ekki kennsla í FAS á morgun, föstudag. Við hvetjum því alla til að njóta langrar helgar og safna kröftum fyrir lokasprettinn á önninni.

 

Aðrar fréttir

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Tíu nemendur í framhaldsnámi Fjallamennskunáms FAS lögðu leið sína norður í land til Dalvíkur dagana 2.- 6. febrúar. Eins og á flestum námskeiðum FAS, stýrði veður för en engu að síður fékk hópurinn frábærar lærdómsaðstæður og komst á fjöll alla dagana. Að auki gafst...

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Nemendur í grunnnámi Fjallamennskunáms FAS lögðu leið sína norður í land til Dalvíkur dagana 2. - 6. febrúar. Þar var á dagskrá að skíða saman og læra allt sem hægt er að læra um snjóflóð á fimm dögum. Fyrirlestrar og innikennsla fóru fram í Menntaskólanum á...

Miðannarsamtöl framundan

Miðannarsamtöl framundan

Öll erum við farin að taka eftir því að sól er farin að hækka á lofti sem segir okkur að það sé farið að styttast í vorið. Og áfram flýgur tíminn í skólanum. Þessa vikuna eru flestir kennarar með ýmis konar stöðumat og munu í framhaldinu setja miðannarmat í Innu. Því...