Nemendur á ferð og flugi

20.apr.2023

Það má sannarlega segja að margir nemendur FAS séu á ferð og flugi þessa dagana. Í þessari viku eru 10 nemendur í Vaala í Finnlandi. Þeir taka þátt í verkefninu Geoheritage, culture and sustainable communities in rural areas in Finland, Iceland and Norway. Þetta er síðasta heimsóknin í þriggja ára verkefni þar sem er verið að vinna með ákveðin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Að þessu sinni er unnið með heimsmarkmið 7 sem fjallar um sjálfbæra orku. Hægt er að fylgjast með heimsókninni á https://geoheritage.fas.is/. Í dag og á morgun vinna nemendur úr þeim upplýsingum sem hefur verið safnað fyrri hluta vikunnar.

Í næstu viku verða svo þrír nemendur í Tyrklandi en þeir taka þátt í Erasmus+ verkefninu Rare routes. Þá eru nemendur í fjallamennsku að ferðast um jökla Íslands þessa dagana. Við vonum að allar þessar ferðir gangi sem best og allir komi heim reynslunni ríkari.

Gleðilegt sumar öll. Það er ekki kennsla í FAS á morgun, föstudag. Við hvetjum því alla til að njóta langrar helgar og safna kröftum fyrir lokasprettinn á önninni.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...