Nemendur á ferð og flugi

20.apr.2023

Það má sannarlega segja að margir nemendur FAS séu á ferð og flugi þessa dagana. Í þessari viku eru 10 nemendur í Vaala í Finnlandi. Þeir taka þátt í verkefninu Geoheritage, culture and sustainable communities in rural areas in Finland, Iceland and Norway. Þetta er síðasta heimsóknin í þriggja ára verkefni þar sem er verið að vinna með ákveðin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Að þessu sinni er unnið með heimsmarkmið 7 sem fjallar um sjálfbæra orku. Hægt er að fylgjast með heimsókninni á https://geoheritage.fas.is/. Í dag og á morgun vinna nemendur úr þeim upplýsingum sem hefur verið safnað fyrri hluta vikunnar.

Í næstu viku verða svo þrír nemendur í Tyrklandi en þeir taka þátt í Erasmus+ verkefninu Rare routes. Þá eru nemendur í fjallamennsku að ferðast um jökla Íslands þessa dagana. Við vonum að allar þessar ferðir gangi sem best og allir komi heim reynslunni ríkari.

Gleðilegt sumar öll. Það er ekki kennsla í FAS á morgun, föstudag. Við hvetjum því alla til að njóta langrar helgar og safna kröftum fyrir lokasprettinn á önninni.

 

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...