AIMG Jöklaleiðsögn 1

13.apr.2023

Það er alltaf nóg að gera á vormánuðum í Fjallamennskunáminu. Í síðustu viku luku nemendur námskeiðinu Jöklaleiðsögn 1 sem haldið var á skriðjöklum í Öræfum. 

AIMG Jöklaleiðsögn 1 er staðlað námskeið sem haldið er í samvinnu við Félag Fjallaleiðsögumanna á Íslandi (AIMG). Námskeiðið miðar að því að undirbúa nemendur fyrir að vinna á skriðjöklum við leiðsögn. Farið er í sprungubjörgun og ísklifur, en megináherslan er á leiðsöguhliðina; samskipti við gesti, leiðaval, leiðsögutækni og áhættustýringu. 

Námskeiðið tókst vel og stóðu nemendur sig með prýði. Næstu skref hjá hópnum verða alpaferð, valnámskeið í klettaklifri og kayak og svo hæfniferð, en það er vikulöng lokaferð sem nemendur skipuleggja sjálfir með kennurum. 

 Íris Ragnarsdóttir Pedersen 

Aðrar fréttir

Stöðumat og miðannarsamtöl

Stöðumat og miðannarsamtöl

Síðustu daga og vikur hafa nemendur verið að skila ýmsum vinnugögnum til kennara og jafnvel að taka einhver próf. Kennarar nota svo þessi gögn til að meta stöðu nemenda og setja þær upplýsingar í INNU. Þar geta nemendur fengið einkunnirnar G (góður árangur), V...

Rötun og útivist

Rötun og útivist

Sjö daga rötunar- og útivistaráfanga FAS lauk í september þar sem nemendur skipulögðu fimm daga ferð í óbyggðum með allt á bakinu. Áherslur áfangans voru að gera nemendur færa í að skipuleggja ferð á eigin vegum, rata með mismunandi aðferðum, hópastjórnun og...

Íþróttavika Evrópu

Íþróttavika Evrópu

FAS hefur í mörg ár verið þátttakandi í verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli og fjallar reglulega um margt sem stuðlar að betri heilsu og vellíðan. Frá árinu 2016 hefur sveitarfélagið okkar verið heilsueflandi og gerir á sama hátt margt til að bæta heilsu og...