AIMG Jöklaleiðsögn 1

13.apr.2023

Það er alltaf nóg að gera á vormánuðum í Fjallamennskunáminu. Í síðustu viku luku nemendur námskeiðinu Jöklaleiðsögn 1 sem haldið var á skriðjöklum í Öræfum. 

AIMG Jöklaleiðsögn 1 er staðlað námskeið sem haldið er í samvinnu við Félag Fjallaleiðsögumanna á Íslandi (AIMG). Námskeiðið miðar að því að undirbúa nemendur fyrir að vinna á skriðjöklum við leiðsögn. Farið er í sprungubjörgun og ísklifur, en megináherslan er á leiðsöguhliðina; samskipti við gesti, leiðaval, leiðsögutækni og áhættustýringu. 

Námskeiðið tókst vel og stóðu nemendur sig með prýði. Næstu skref hjá hópnum verða alpaferð, valnámskeið í klettaklifri og kayak og svo hæfniferð, en það er vikulöng lokaferð sem nemendur skipuleggja sjálfir með kennurum. 

 Íris Ragnarsdóttir Pedersen 

Aðrar fréttir

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Snjóflóðafræði og leiðsögn

Tíu nemendur í framhaldsnámi Fjallamennskunáms FAS lögðu leið sína norður í land til Dalvíkur dagana 2.- 6. febrúar. Eins og á flestum námskeiðum FAS, stýrði veður för en engu að síður fékk hópurinn frábærar lærdómsaðstæður og komst á fjöll alla dagana. Að auki gafst...

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Snjóflóðagrunnur og skíðamennska

Nemendur í grunnnámi Fjallamennskunáms FAS lögðu leið sína norður í land til Dalvíkur dagana 2. - 6. febrúar. Þar var á dagskrá að skíða saman og læra allt sem hægt er að læra um snjóflóð á fimm dögum. Fyrirlestrar og innikennsla fóru fram í Menntaskólanum á...

Miðannarsamtöl framundan

Miðannarsamtöl framundan

Öll erum við farin að taka eftir því að sól er farin að hækka á lofti sem segir okkur að það sé farið að styttast í vorið. Og áfram flýgur tíminn í skólanum. Þessa vikuna eru flestir kennarar með ýmis konar stöðumat og munu í framhaldinu setja miðannarmat í Innu. Því...