Listasvið FAS á Svavarssafni

12.apr.2023

Listasvið FAS heimsótti Svavarsafn þar sem sýningin Blámi eftir Þorvarð Árnason stendur yfir. Nemendur fengu að njóta listaverkanna sem eru í formi myndbanda, ljósmynda og hljóðverks. Þorvarður hitti nemendur og ræddi við þá um aðferðir sínar, innblástur og útfærslu á innsetningunni.

Innsetning Þorvarðar er óður til jöklanna sem eru ríkjandi í umhverfinu hér á Hornafirði. Ekki var komist hjá því að ræða loftslagsbreytingar og hopun jökla í því samhengi. Þorvarður hefur unnið við rannsóknir síðan í byrjun þessarar aldrar og spannar myndefnið hans feril hér í sveitarfélaginu.

Nemendur fengu nýja innsýn í listræna vinnu þar sem náttúruvísindum og listrannsóknum er skeytt saman. Útkoman er svo til sýnis inni í Svavarssafni og hvetjum við á Listasviði FAS alla til að kíkja við á Svavarssafni og sökkva sér ofan í litadýrð jöklanna.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...