Fjallamennskunemar í Frakklandi

11.apr.2023

Síðustu daga hafa framhaldsnemendur í fjallamennskunámi FAS verið í heimsókn hjá Íþrótta- og útivistarskóla (CREPS) í Valle Pont’Arc í Suður-Frakklandi en þar útskrifast nemendur t.d sem kayak-, hella-, fjallahjóla- og gljúfraleiðsögumenn. Ferðin er hluti af samstarfsverkefni skólanna í gegnum Erasmus+ en tilgangurinn er meðal annars að deila reynslu og þekkingu svo hægt sé að læra hvert af öðru og að skoða hvernig náttúruvernd er háttað milli landanna.

Núna í april koma nemendur frá CREPS skólanum til Íslands til að kynnast starfsumhverfinu hér heima. Nemendurnir sem fóru til Frakklands voru: Arna Hrund, Ásta Kristín, Courtney Brooks, Guðný Gígja, Guðný Ósk og Maríanna Óskars. Það var Tómas Eldjárn Vilhjálmsson kennari í fjallamennskunáminu sem fylgdi hópnum.

 

Aðrar fréttir

Skuggakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði

Skuggakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði

Það hefur líklegast ekki farið fram hjá mörgum að um næstu helgi á að kjósa til Alþingis. Allir þeir sem eru orðnir 18 ára og hafa íslenskt ríkisfang mega kjósa. Margir væntanlegir kjósendur eru þó farnir að velta fyrir sér hvar þeirra pólitísku áherslur liggi og...

Afreksíþróttasvið FAS á fleygiferð með nýjar áherslur

Afreksíþróttasvið FAS á fleygiferð með nýjar áherslur

Afreksíþróttasvið Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) hefur farið vel af stað eftir breytingar sem tóku gildi í upphafi skólaársins. Með nýju fyrirkomulagi hefur verið lögð rík áhersla á að efla nemendur með fjölbreyttum æfingum og fræðslu sem styðja við...

Styttist í lok annar

Styttist í lok annar

Undanfarna daga og vikur höfum við sífellt verið minnt á að það sé farið að styttast til jóla. Á sama tíma sjáum við að margir eru farnir að skreyta hús sín bæði að innan og utan með marglitum ljósum. Það er notalegt þegar daginn er tekið að stytta að hafa ljósin sem...