Fjallamennskunemar í Frakklandi

11.apr.2023

Síðustu daga hafa framhaldsnemendur í fjallamennskunámi FAS verið í heimsókn hjá Íþrótta- og útivistarskóla (CREPS) í Valle Pont’Arc í Suður-Frakklandi en þar útskrifast nemendur t.d sem kayak-, hella-, fjallahjóla- og gljúfraleiðsögumenn. Ferðin er hluti af samstarfsverkefni skólanna í gegnum Erasmus+ en tilgangurinn er meðal annars að deila reynslu og þekkingu svo hægt sé að læra hvert af öðru og að skoða hvernig náttúruvernd er háttað milli landanna.

Núna í april koma nemendur frá CREPS skólanum til Íslands til að kynnast starfsumhverfinu hér heima. Nemendurnir sem fóru til Frakklands voru: Arna Hrund, Ásta Kristín, Courtney Brooks, Guðný Gígja, Guðný Ósk og Maríanna Óskars. Það var Tómas Eldjárn Vilhjálmsson kennari í fjallamennskunáminu sem fylgdi hópnum.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...