Opið fyrir umsóknir í fjallanámi FAS

31.mar.2023

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í fjallamennskunáminu okkar í FAS. Námið hefur verið endurskipulagt til að mæta sem best þörfum nemenda. Námið samsett úr verklegum vettvangsáföngum og bóklegu fjarnámi.

Eins og áður er boðið upp á grunnnám í fjallamennsku annars vegar og framhaldsnám hins vegar. Nemendur í grunnnámi hafa val um það hvort þeir taka námið á tveimur önnum eða fjórum. Þeir sem ljúka því námi fá tiltekin réttindi innan fagfélags íslenskra fjallaleiðsögumanna AIMG, og kallast námsleiðin leiðsögumaður með áherslu á jöklaleiðsögn.

Framhaldsnámið er kennt á tveimur önnum og þurfa nemendur að hafa lokið grunnnáminu hjá FAS til að geta sótt þar um. Námsleiðin þar kallast leiðsögumaður með áherslu á fjallgönguleiðsögn og er sérhæft nám í fjallamennsku.

Nú hefur verið tekið upp svokallað einingagjald í fjallamennskunáminu. Fullt nám í eina önn kostar 75.000 krónur og hálft nám 35.000 og á það við bæði um grunnnám og framhaldsnám. Allar nánari upplýsingar um námið er að finna á fjallanam.is og það er líka sótt um á þeirri síðu. Umsóknarfrestur er til 21. apríl.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...