Fókus í úrslit Músiktilrauna

29.mar.2023

Fyrir nokkru sögðum við frá því að stúlknabandið Fókus ætlaði að taka þátt í Músiktilraunum en þar hefur fjöldi hljómsveita komið fram fjögur síðustu kvöld í undankeppninni. Hvert kvöld hefur salurinn valið eina hljómsveit áfram og dómnefnd aðra. Það var þó vitað að síðasta kvöldið myndi dómnefnd hugsanlega bæta fleiri hljómsveitum við.

Og í gær varð ljóst hvaða hljómsveitir halda áfram í úrslitin. Þegar dómnefnd bætti við atriðum í úrslitakeppnina var Fókus þar á meðal. Frábært og til hamingju stelpur. Hljómsveitin þarf því að bruna aftur í höfuðborgina og mun taka þátt í úrslitunum sem haldin verða n.k. laugardag, 1. apríl í Hörpu kl.17:00. Hægt er að kaupa miða á tix.is.

Söngkeppni framhaldsskólanna fer einnig fram næsta laugardag og þar á FAS fulltrúa. Það verður því nóg að gera að fylgjast með okkar fólki næsta laugardag. Við óskum öllum góðs gengis og áfram FAS!!

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...