Söngkeppni og músíktilraunir

31.mar.2023

Á morgun, 1. apríl verður Söngkeppni framhaldsskólanna haldin í Hinu Húsinu og verður streymt beint frá keppninni á Stöð2 Vísi. En eins og við sögðum frá fyrr í vikunni er hún Isabella Tigist að keppa fyrir FAS.  Símakosning vegur mikið um úrslit og hefst hún á sama tíma og keppnin sjálf, kl 19:00 og lýkur stuttu eftir síðasta atriði. Símanúmer keppenda FAS er 900-9122 og við hvetjum alla til að fylgjast með keppninni og að sjálfsögðu að styðja okkar keppanda með því að kjósa hana.

Á morgun eru líka úrslit í Músíktilraunum en á síðasta þriðjudag varð ljóst að dómnefnd hafði valið Fókus okkar frá FAS til að taka þátt í úrslitunum. Sú keppni verður í Norðurljósasalnum í Hörpu og hefst klukkan 17:00. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá keppninni á RÚV 2. Á úrslitakvöldi er það eingöngu dómnefnd sem velur vinningshafa, en salur og áheyrendur kjósa í símakosningu um Hljómsveit Fólksins.
Við vitum núna að Fókus mun stíga á svið um 18:30 og númerið fyrir símakosninguna
 er 900-9805. Það kostar 139 kr að hringja

Við óskum okkar fólki góðs gengis á morgun og öllum gleðilegra páska en páskafrí hófst í dag eftir kennslu.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...