Söngkeppni og músíktilraunir

31.mar.2023

Á morgun, 1. apríl verður Söngkeppni framhaldsskólanna haldin í Hinu Húsinu og verður streymt beint frá keppninni á Stöð2 Vísi. En eins og við sögðum frá fyrr í vikunni er hún Isabella Tigist að keppa fyrir FAS.  Símakosning vegur mikið um úrslit og hefst hún á sama tíma og keppnin sjálf, kl 19:00 og lýkur stuttu eftir síðasta atriði. Símanúmer keppenda FAS er 900-9122 og við hvetjum alla til að fylgjast með keppninni og að sjálfsögðu að styðja okkar keppanda með því að kjósa hana.

Á morgun eru líka úrslit í Músíktilraunum en á síðasta þriðjudag varð ljóst að dómnefnd hafði valið Fókus okkar frá FAS til að taka þátt í úrslitunum. Sú keppni verður í Norðurljósasalnum í Hörpu og hefst klukkan 17:00. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá keppninni á RÚV 2. Á úrslitakvöldi er það eingöngu dómnefnd sem velur vinningshafa, en salur og áheyrendur kjósa í símakosningu um Hljómsveit Fólksins.
Við vitum núna að Fókus mun stíga á svið um 18:30 og númerið fyrir símakosninguna
 er 900-9805. Það kostar 139 kr að hringja

Við óskum okkar fólki góðs gengis á morgun og öllum gleðilegra páska en páskafrí hófst í dag eftir kennslu.

Aðrar fréttir

Skuggakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði

Skuggakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði

Það hefur líklegast ekki farið fram hjá mörgum að um næstu helgi á að kjósa til Alþingis. Allir þeir sem eru orðnir 18 ára og hafa íslenskt ríkisfang mega kjósa. Margir væntanlegir kjósendur eru þó farnir að velta fyrir sér hvar þeirra pólitísku áherslur liggi og...

Afreksíþróttasvið FAS á fleygiferð með nýjar áherslur

Afreksíþróttasvið FAS á fleygiferð með nýjar áherslur

Afreksíþróttasvið Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) hefur farið vel af stað eftir breytingar sem tóku gildi í upphafi skólaársins. Með nýju fyrirkomulagi hefur verið lögð rík áhersla á að efla nemendur með fjölbreyttum æfingum og fræðslu sem styðja við...

Styttist í lok annar

Styttist í lok annar

Undanfarna daga og vikur höfum við sífellt verið minnt á að það sé farið að styttast til jóla. Á sama tíma sjáum við að margir eru farnir að skreyta hús sín bæði að innan og utan með marglitum ljósum. Það er notalegt þegar daginn er tekið að stytta að hafa ljósin sem...