„Rare Routes“ samstarfsverkefnið

10.mar.2023

FAS vinnur nú að umfangsmiklu samstarfsverkefni um ábyrga ferðaþjónustu ásamt skólum frá Tyrklandi og Ítalíu. Að því tilefni fóru fjórir kennarar frá FAS, allir úr fjallamennskudeildinni, til Adana í Tyrklandi til að hitta samstarfsaðilana. Sú ferð var farin um miðjan desember. 

Ferðalagið var langt en þegar á áfangastað var komið var hitastigið um 15-20 gráður og mjög frábrugðinn menningarheimur. Fundardagarnir voru langir og strangir en við fengum þó að kynnast suðausturhluta  Tyrklands, svæðinu sem jarðskjálftarnir nú í febrúar höfðu mikil áhrif á.  

Dagana 27. febrúar – 4. mars tókum við í FAS ásamt Markaðsstofu Reykjaness á móti samstarfsaðilum okkar frá Tyrklandi og Ítalíu. Að þessu sinni funduðum við á Reykjanesi og ferðuðumst þar um og kynntum gestum okkar fyrir ábyrgri ferðaþjónustu á Íslandi.  

Næsti liður í verkefninu er nemendaferð til Tyrklands en þangað halda þrír nemendur og tveir kennarar í apríl.  

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...