Í gær komu nemendur úr 10. bekk í heimsókn til okkar í FAS. Þegar hópurinn mætti var þeim boðið í morgunmat með nemendum og kennurum skólans. Í framhaldi af því var kynning á skólanum, námsframboði og félagslífinu. Við vonum að kynningin hafi verið gagnleg og fróðleg, einnig að gestirnir séu einhverju nær um það hvað tekur við að loknum grunnskóla. Á meðfylgjandi mynd má sjá ummæli núverandi nemenda um það hvers vegna FAS ætti að verða fyrir valinu að loknum grunnskóla.
Í dag verður fundur með foreldrum 10. bekkinga. Þar fá foreldrar sams konar kynningu á skólanum og nemendur fengu. Jafnframt fá þeir tækifæri til að spyrja nánar um skólann. Við vonumst til að sjá sem flesta í dag.