10. bekkur heimsækir FAS

07.mar.2023

Í gær komu nemendur úr 10. bekk í heimsókn til okkar í FAS. Þegar hópurinn mætti var þeim boðið í morgunmat með nemendum og kennurum skólans. Í framhaldi af því var kynning á skólanum, námsframboði og félagslífinu. Við vonum að kynningin hafi verið gagnleg og fróðleg, einnig að gestirnir séu einhverju nær um það hvað tekur við að loknum grunnskóla. Á meðfylgjandi mynd má sjá ummæli núverandi nemenda um það hvers vegna FAS ætti að verða fyrir valinu að loknum grunnskóla.

Í dag verður fundur með foreldrum 10. bekkinga. Þar fá foreldrar sams konar kynningu á skólanum og nemendur fengu. Jafnframt fá þeir tækifæri til að spyrja nánar um skólann. Við vonumst til að sjá sem flesta í dag.

Aðrar fréttir

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...

Nemendur bjóða í kaffi

Nemendur bjóða í kaffi

Í morgun var komið að næsta sameiginlega kaffi á Nýtorgi og auðvitað mæltist það vel fyrir í húsinu. Að þessu sinni voru það nemendur sem sáu um veitingarnar en nutu aðstoðar Sigrúnar við að skera niður kökur. Margt var skrafað og allir gengu saddir og sælir frá...