Hljómsveitin Fókus

10.mar.2023

Í hádeginu í dag mátti heyra flotta músík berast frá Nýheimum. Það var hljómsveitin Fókus sem flutti nokkur lög og voru flest þeirra frumsamin. Hljómsveitina Fókus skipa þær Amylee da Silva Trindade, Alexandra Hernandez, Anna Lára Grétarsdóttir, Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir (Abbalónía) og Pia Wrede. Abbalónía kemur frá Selfossi og kynnist hornfirsku snótunum í gegnum Sinfóníuhljómsveit Suðurlands en þær Alexandra og Amylee hafa spilað þar. Pia er skiptinemi frá Þýskalandi og er í FAS þessa önn.

Þær hafa spilað saman síðan í desember 2022 og í þessari viku sendu þær inn  umsókn til að fá að taka þátt í Músíktilraunum. En Músiktilraunir er vettvangur fyrir ungt fólk til að koma frumsaminni tónlist á framfæri og fer keppnin að jafnaði fram í seinni hluta mars ár hvert.

Í dag verða menningarverðlaun sveitarfélagsins afhent og Fókus spilar þar. Það verður gaman að fylgjast með stelpunum næstu daga og vikur.

Aðrar fréttir

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Félagslíf er mikilvægt í skólastarfi

Nú er skólastarfið komið á gott skrið. Hluti af skólastarfi í FAS er að hlúa að félagslífinu og það er gert með klúbbastarfi. Forsvarsmenn nemendafélagsins; þær Helga Kristey, Nína Ingibjörg og Isabella Tigist hafa undanfarið verið að undirbúa félagslíf annarinnar....

Skólastarf vorannar komið á skrið

Skólastarf vorannar komið á skrið

Nú er skólastarf vorannarinnar óðum að taka á sig mynd. Það hófst á mánudag en þá var farið yfir áfanga vorannarinnar samkvæmt hraðtöflu. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá í gær, þriðjudag. Ef það eru einhverjir enn að velta fyrir sér að skrá sig í fjarnám að þá...