Hljómsveitin Fókus

10.mar.2023

Í hádeginu í dag mátti heyra flotta músík berast frá Nýheimum. Það var hljómsveitin Fókus sem flutti nokkur lög og voru flest þeirra frumsamin. Hljómsveitina Fókus skipa þær Amylee da Silva Trindade, Alexandra Hernandez, Anna Lára Grétarsdóttir, Arnbjörg Ýr Sigurðardóttir (Abbalónía) og Pia Wrede. Abbalónía kemur frá Selfossi og kynnist hornfirsku snótunum í gegnum Sinfóníuhljómsveit Suðurlands en þær Alexandra og Amylee hafa spilað þar. Pia er skiptinemi frá Þýskalandi og er í FAS þessa önn.

Þær hafa spilað saman síðan í desember 2022 og í þessari viku sendu þær inn  umsókn til að fá að taka þátt í Músíktilraunum. En Músiktilraunir er vettvangur fyrir ungt fólk til að koma frumsaminni tónlist á framfæri og fer keppnin að jafnaði fram í seinni hluta mars ár hvert.

Í dag verða menningarverðlaun sveitarfélagsins afhent og Fókus spilar þar. Það verður gaman að fylgjast með stelpunum næstu daga og vikur.

Aðrar fréttir

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...